Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1915, Side 12

Skírnir - 01.12.1915, Side 12
348 Um Hallgrím Pjetursson. Þegar nú litið er yfir allan sálminn, er hann ein og óslitin hugsunarrjett heild!), efninu frábærlega vel fyrir komið, orðaval ágætt og líkíngar fagrar með vel löguðum lærdómum, leiddum út af textaorðunum. Það er meistara- leg snild á öllu þessu. Bragarhátturinn er einkar viðfeld- inn og þýður, hvergi er óeðlileg áhersla eða málinu mis- boðið, heldur þvert á móti. Þessi háttur kemur annars ekki fyrir í sálmunum. Málið er gott og lipurt. Ekki þarf það að hneyksla neinn sannsýnan mann þótt hjer komi fyrir orð, sem nú eru ekki talin góð íslenska, svo sem strax, falsari, inn (til), vakt, blífa, treiskur, soddan, upp stá, stá, forgá slétt (= alveg), klár — alt þetta voru orð, sem þá höfðu lengi verið höfð i málinu (síðan á 15. öld eða lengur), og var engin von til, að Hallgrímur gæti vitað eða sjeð, að þau voru ekki »hrein« íslenska. Eitt atriði er enn, sem hjer getur komið til greina, spurníngin um, hvort alt það sem i sálminum stendur, sje frá brjósti höfundarins sjálfs — því oft má vara sig á því. Kirkjan átti margar samlíkíngar og orðatiltæki og hugsanir, sem allir gátu notað sem vit höfðu á. Þannig er t. d. líkingin um fæðíng Krists af móðurlífi við geisl- ann í gegnum glerið i Lilju ekki úr brjósti Eysteins sjálfs. Jeg er ekki svo kunnugur, að eg geti sagt með vissur hvort sjera Hallgrímur hefur notað eldri skýríngar eða rit, er hann hefði getað fengið eitthvað af hugsunum sín- um frá. En jeg hef leitað þar, sem þess var helst vonr í Súmmaríu þeirri, er Guðbrandur biskup gaf út 1589; en þar eru aðeins almennar hugsanir, sem eru skyldar sumu af því, sem er hjá Hallgrími, en þess er enginn votturr að hann hafi sótt þangað neitt, síst neitt af hinum smellnu og ágætu líkíngum. Mér er því næst að halda, að alt efnið í sálminum eftir 4. v. sje frumlegt og komið úr brjósti Hallgríms sjálfs. 1) að undanteknum þeim línum, sem áður eru nefndar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.