Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1915, Page 37

Skírnir - 01.12.1915, Page 37
að geta byrjað sjálfstæða atvinnu heima á íslandi. Sval- barð væri land fyrir þá. I Ameríku reynist vinnan stopul, vinnulaununum stundum eytt í solli, svo framundan liggur ekki annað en strit og fátækt. Á Svalbarði er vinnan stöðug og ekkert færi á að eyða. Námufélög, sem stofn- uð hafa verið í ýmsum löndum, hafa kastað eign sinni á kolasvæðin. Norðmenn, Svíar, Rússar, Þjóðverjar, Eng- lendingar, Amerikumenn og ef til vill fleiri eiga þar námur. Þú getur rétt til, að mörg þjóð muni ágirnast Sval- barð. Það er fyrsta heimskautalandið, sem tekið er til skifta. Þegar hvalveiðin var á þrotum, hugðu menn Sval- barð vera einskis virði og engin þjóð kærði sig um það. 1870 gerðu Norðmenn kröfu til þess, en Rússar vildu ekki viðurkenna eignarrétt þeirra. Norðmenn fylgdu málinu. ekki fast fram, ef til vill af því, að sami lúa hugsunar- hátturinn hafi ríkt þar og á íslandi, að menn megi ekki seilast út fyrir landsteinana, meðan nokkur blcttur sé ónotaður heima. Eftir aldamótin var svo málið vakið upp á ný. Eftir að námugröftur byrjaði, heflr skortur laga og framkvæmdarvalds verið mjög bagalegur. Námufélögin deila um réttindi sín hvert við annað. Námumenn og veiðimenn ganga hver á annars hlut, og menn geta yfir- leitt leyft sér hvað sem vera skal. Nú hafa stórveldin komið sér saman um að tívalbarð skuli vera »terra nullius« þ. e. einskis land. Norðmenn vildu, að sér yrði falið að halda þar uppi lögum og rétti, en þess var þeim ekki unnað, af því búist var við, að þá fengju þeir of mikil tök á landinu. í þess stað var sett þriggja manna nefnd til að annast þetta, einn frá Noregi, annar frá Svíþjóð og þriðji frá Rússlandi. Næsta nefndarfundi er frestað þang- að til ófriðnum er lokið. Auðvitað er þessi nefnd vandræðastjórn, og málið hlýtur að fá annan enda. Að vísu gætum við ekki kept um Svalbarð móti Norðmönnum eða Svíum. En nú eru varla líkur til, að annari hvorri þessari þjóð verði unnað eyjanna. Þar á móti er ekki óhugsundi, að okkur yrði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.