Skírnir - 01.12.1915, Side 51
Hinn síðasti bardagi Gunnlangs og Hrafns.
38T
ángri, að hafa næturstað á Súlu, »efsta bænum í dalnum«.
Frá Súlu og að vötnunum er fjarlægðin svo, að vel svarar
því, sem sagan segir. Það er nú um 5—6 tíma ferð; hafi
Gunnlaugur farið þaðan t. d. um kl. 10 (um kvöldið) —
nokkra viðstöðu hefur hann eflaust haft þar •— þá svarar
það því, að hann hafi náð Hrafni »í sólarroð«; nú, þegar
jeg var þar fyrst í júlí, er sólaruppkoma þar um slóðir kl. 3.
En leiðin, sem Gunnlaugur og Hrafn hafa farið, var
sú hin gamla, nefnilega um eða bakvið fjall það, sem
heitir Skarðfjall (Skarfjældet) — og það var sá vegur,
sem Olafur helgi fór síðar 1030, hann kom og til Súlu.
Bóndinn þar, sem nú er, uppalinn þar og hundkunnugur
öllu, skýrði mjer ljóst frá öllu; þar hefur verið til skamms
tíma selvegur frá Súlu — og alt vel fært, og hefur það
verið almannavegur i fornöld, en vegleysa annarstaðar,
t. d. með ánni. En þegar þ e s s a er gætt, þá' liggur alt
enn ljósara fyrir manni, þá skilst fyrst til fulls, að veg-
urinn lá þarna, einmitt milli þessara tveggja vatna.
Annarstaðar gat hann ekki legið.
Milli vatnanna er ekki það sem við nú mundum kalla
velli, heldur flatir móar; það er hið einasta sem ekki
kemur v e 1 heim, en flatneskja er það. Jeg efast ekki
um að nesið hjet Dinganes, hvað sem »Dinga«- þýðir;
hvernig á »Gleipnisvöllum« stendur, skal eg ekki segja;
en það nafn er þýðíngarlítið — þegar alt hitt kemur heim.
Jeg skal enn geta þess, þótt jeg álíti það ómerkilegt
í sjálfu sjer, að um Hrafn er sagt, er fóturinn var af hon-
um höggvinn, að hann hafi hnekt að »stofni« einum.
Nesið er enn eða nú víði vaxið. »Lækur« er þar ekki;;
vatnið, sem Gunnlaugur sótti í hjálmi sínum handa Iirafni,
hefur hann tekið úr vatninu sjálfu, en ekki neinum læk.
En þessi »skáldskapur« hnekkir ekki sögulegum sannleik
arfsagnarinnar; það sjer hver maður.
Hvort frásögnin um bardagann sjálfan og einstök
atriði hans er í öllu rjett og sönn er annað mál, en það
skiftir litlu eða engu, hvort það eða það högg hefur verið
svo eða hinseginn. Aðalsögnin er jafnáreiðanleg fyrir því
25*