Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1915, Page 51

Skírnir - 01.12.1915, Page 51
Hinn síðasti bardagi Gunnlangs og Hrafns. 38T ángri, að hafa næturstað á Súlu, »efsta bænum í dalnum«. Frá Súlu og að vötnunum er fjarlægðin svo, að vel svarar því, sem sagan segir. Það er nú um 5—6 tíma ferð; hafi Gunnlaugur farið þaðan t. d. um kl. 10 (um kvöldið) — nokkra viðstöðu hefur hann eflaust haft þar •— þá svarar það því, að hann hafi náð Hrafni »í sólarroð«; nú, þegar jeg var þar fyrst í júlí, er sólaruppkoma þar um slóðir kl. 3. En leiðin, sem Gunnlaugur og Hrafn hafa farið, var sú hin gamla, nefnilega um eða bakvið fjall það, sem heitir Skarðfjall (Skarfjældet) — og það var sá vegur, sem Olafur helgi fór síðar 1030, hann kom og til Súlu. Bóndinn þar, sem nú er, uppalinn þar og hundkunnugur öllu, skýrði mjer ljóst frá öllu; þar hefur verið til skamms tíma selvegur frá Súlu — og alt vel fært, og hefur það verið almannavegur i fornöld, en vegleysa annarstaðar, t. d. með ánni. En þegar þ e s s a er gætt, þá' liggur alt enn ljósara fyrir manni, þá skilst fyrst til fulls, að veg- urinn lá þarna, einmitt milli þessara tveggja vatna. Annarstaðar gat hann ekki legið. Milli vatnanna er ekki það sem við nú mundum kalla velli, heldur flatir móar; það er hið einasta sem ekki kemur v e 1 heim, en flatneskja er það. Jeg efast ekki um að nesið hjet Dinganes, hvað sem »Dinga«- þýðir; hvernig á »Gleipnisvöllum« stendur, skal eg ekki segja; en það nafn er þýðíngarlítið — þegar alt hitt kemur heim. Jeg skal enn geta þess, þótt jeg álíti það ómerkilegt í sjálfu sjer, að um Hrafn er sagt, er fóturinn var af hon- um höggvinn, að hann hafi hnekt að »stofni« einum. Nesið er enn eða nú víði vaxið. »Lækur« er þar ekki;; vatnið, sem Gunnlaugur sótti í hjálmi sínum handa Iirafni, hefur hann tekið úr vatninu sjálfu, en ekki neinum læk. En þessi »skáldskapur« hnekkir ekki sögulegum sannleik arfsagnarinnar; það sjer hver maður. Hvort frásögnin um bardagann sjálfan og einstök atriði hans er í öllu rjett og sönn er annað mál, en það skiftir litlu eða engu, hvort það eða það högg hefur verið svo eða hinseginn. Aðalsögnin er jafnáreiðanleg fyrir því 25*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.