Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1915, Side 57

Skírnir - 01.12.1915, Side 57
Talað á milli hjóna. 393 á rykugu og órökuðu andlitinu, þegar hann sá prestinn á stéttinni. Honum sýndist síra Jósef ekki vera mikill fyrir mann að sjá, þar sem hann sat hálfboginn á hestbaki, loðhúfan flett niður á augnabrúnir, andlitið fölt af kuldan- um og úr öðru auganu rann vatn niður á kinnina, undan frostgolunni. Olafur dró augað í pung; hvaða erindi átti þessi presthnokki við hann? »Komið þér sælir«, sagði síra Jósef og rétti Olafi hendina. »Sælir«. Síra Jósef leizt ekki meira en svo á svipinn á Olafi, hikaði snöggvast, en sagði svo hálfvandræðalega: »Eg — hérna — eg ætlaði að tala ögn við yður,- Olafur minn, — þegar þér komið heim úr húsunum«. »Nú, getum við ekki talað saman hérna? Hvað var annars erindið?«. »Eg ætlaði að hitta konuna yðar lika og tala við ykkur bæði saman«, svaraði síra Jósef og tók fastar í tauminn á hestinum. »þér komið þá bráðum heim«. »Er ekki nóg að þér talið við Helgu eina? Það get- ur vel skeð að mér dveljist ögn«, og út úr þrjózkusvipn- um gægðist storkandi glott. Síra Jósef varð orðfall; svo riðu þeir hægt heim að bænum. Það var naumast! Ætlaði þessi andsk . . . Olafur að sýna beinan dónaskap? Sá átti fyrir því að honum væri lesinn textinn. En hvað ætli það stoðaði? Ekki byrjaði vel, og ekki virtist ætla að verða mikill árangur af ferð- inni, ef endirinn yrði líkur byrjuninni. Margrét kona Einars, gild og góðleg sveitakona, tók á móti þeim félögum á hlaðinu, kysti bónda sinn þrjá kossa, klappaði síra Jósef og strauk hann allan brosandi;. svo fór hún með þá gegnum frambaðstofuna og inn í hjónaherbergið og klæddi þá sjálf úr frökkunum og stíg- vélunum. Einar og Margrét höfðu búið allan sinn búskap í Seli og voru vel efnuð. Hjónaherbergið var alt fágað og prýtt;:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.