Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1915, Page 81

Skírnir - 01.12.1915, Page 81
Bismarck. 417 sem að ofan segir, að fulltrúi Austurrikis Schwarzenberg ætlaði sér að »auðmýkja Prússland og tortíma þvísíðan«. Um viðureign hans við fulltrúa Austurríkis í sam- bandeþinginu er sögð skrítla ein. Thun greifi úr Austur- ríki var forseti og sat þá í grárri, stuttri treyju og tók vestislaus við gestum, til þess að sýna hversu mjög hann leit niður á hina sambandsþingmennina. Hann lét menn og bíða lengi eftir sér, þá er tala vildu við hann. Þegar Bismarck heimsótti hann í fyrsta sinn, tók hann við hon- um með þeim hætti, að hann sat á skyrtunni með vindil tippi í sér og tók kveðju Bismarcks án þess að standa •upp og bauð honum eigi til sætis. Og í stað þess að heim- sækja hann aftur, sendi hann nafnspjald sitt. Með þessu vildi hann sýna, hversu djúpt Vínarstjórnin fyrirliti minni ríkin jafnvel Prússland. En er Bismarck kom til hans næst og alt fór á sömu leið, þá fór Bismarck líka úr frakkanum, tók sér stól og kveykti í vindli. Hinn leit á hann stórum augum, en lét sér þetta að kenningu verða. í öllu öðru var árvekni Bismarcks hin sama, er verja skyldi hag Prússlands. Einkum voru afskifti hans af toll- málinu affararík. Árið 1834 hafði Prússland gert 20 ára tollsamband við 18 þýzk riki, og varð það þeim hinn mesti hagur. En auk þess leiddi þar af að þessi riki færð- ust í nánari afskifti og samband og að erfitt varð að skilja þau aftur. Austurríki vildi endilega komast í tollsamband- ið, en Prússum var þvernauðugt að hleypa þessum keppi- naut þar inn. Einkum vann Bismark kröftuglega móti því. Var hann sendur i þeim erindum til Vínar að semja ium hluttöku Austurríkis í sambandinu, en ónýtti alla samn- inga. Fór svo að lokum, að Austurríki lét sér nægja verzlunarsamning, en hið gamla tollsamband var endur nýjað og bætt í það fleiri smáríkjum 1853. Bismarck sýndi enn glöggskygni sína í því, að halda því fast fram, að Prússar sæti hjá í Krímstríðinu (1855) og varð það úr. Hér yrði oflangt mál að telja alt og tína, en í stuttu máli sagt, stóð hann alstaðar á verði fyrir Prússa og misti aldrei sjónar á sínu mikla takmarki: Sameinað Þýzkaland 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.