Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1915, Page 87

Skírnir - 01.12.1915, Page 87
Bismarck. 423 þau senda her til Slesvíkur. 2. Landið yrði þá sett undir stjórn yfirforingjans. 3. Ef til ófriðar drægi skyldu þessi dvö ríki ráða högum hertogadæmanna, þar á meðal ríkis- erfðaréttinum. Danir neituðu, og kom þá upp stríðið 1864. Sem kunnugt er máttu Danir eigi við tveim stórveldum, og má eigi hallmæla þeim fyrir það. Þeir börðust af hinni mestu hreysti, en máttu eigi við margnum. En þeir áttu kost á sættum fyrir milligöngu Engla. Þeim stóð til boða að skifta Slesvík eftir þjóðernum. Var það tillaga Engla að þeir fengi Slesvík (borgina), Husum, Bredtstedt, Flens- burg, Tandern, Apenrade (Aabenraa) og Hadersleben (Haderslev). Þetta vildi Bismarck ekki en lagði til aðra merkjalínu: Flensborg—Bredtstedt eða Apenrade—Tandern. En þetta vildu þeir eigi þekkjast. í friðinum í Vín 30. október 1864 létu Danir hertogadæmin af hendi. En smámsamán dró nú til fjandskapar með Prússum og Austurríkismönnum og stafaði að nokkru af hertoga- dæmunum. Dró að síðustu til ófriðar 1866. Urðu Prúse- ar sigursælir, og sást nú, að eigi var heraukinn ófyrir- synju né endurbæturnar á fyrirkomulagi hans. Og þá er Prússland hafði náð hertogadæmunum, þá fengu þeir her- skipahöfnina í Kiel og tækifæri til þess að gera skurðinn mikla. En er séð var með vissu að Austurríki mundi bíða lægra hlut, reyndi Kapoleon að miðla málum og fór svo, að friði varð á komið. Raunar var konungur ófús rtil friðar nú, en Bismarck kunni sér hóf. Hann sá engan hag að því, að koma Austurríki á kné, heldur þótti hon- um nægja að fá til handa Prússlandi það sem hann ósk- aði. Friður var nú saminn og var þar í tilskilið: Aust- urríki skyldi engi lönd missa, nema Feneyjaríki. Það átti Italía að fá, því að hún barðist með Prússum. A Italía Prússum mikið að þakka. Austurríki samþykkir að rofið verði þýzka sambandið, lofar að láta afskiftalaust, þótt Prússland komi á stað ríkjasambandi fyrir norðan Main, og suðurríkin stofni annað samband og enn þótt gott sé í frændsemi þessara sambanda. Keisarinn i Austurríki fær Prússa konungi í hendur rétt sinn til Slesvíkur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.