Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1915, Page 88

Skírnir - 01.12.1915, Page 88
424 Bismarck. Holste;ns, með því skilyrði, að Slesvík mætti hverfa undir Danmörku, ef hún heimtaði það með þjóðaratkvæði. Keisarinn viðurkennir fyrirfram þær landabreytingar, sem Prússakonungur kynni að gera norðurfrá. Þá var sá hættulegi keppinautur úr sögunni, hertoga- dæmin fengin og þar með herskipalægi í Kiel, og opinn. beinn og krókalaus vegur til ríkjasambands án Austurríkis. Xú var þá og gert samband með norðurríkjunum og Vil- hjálmur Prússa konungur gerður að forseta þess. Atti hann að vera fulltrúi þess í viðskiftum við umheim, ráða friði og ófriði í nafni þess, skipa í öll sambandsembætti, framkvæma sambandsákvarðanir og stýra her og flota. Stjórnir ríkjanna höfðu sambandsráðið að fulltrúa, en kjósendur ríkisþing. Nú var Frökkum ekki rótt, er þeir sáu hinn skjóta og mikla vöxt Prússlands, enda urðu nú ýmsar greinar til sundurþykkis. Reyndist hér sem jafnan, að Bismarck sá lengra en aðrir menn, og þótti honum ekki seinna vænna að reyna afl við Frakka, því að ekki var ósenni- legt að þeir mundu síðar koma á fót margra ríkja sam- tökum gegn Prússum. Nú var og herafli nægur, og auk þess sættir komnar á við þingið, er það sá, hversu vel hafði ráðist heraukinn og hversu vel Bismarck hafði séð um fjárhag ríkisins og allan hag þess. Bismarck varð enn hyggnari vinum og óvinum og hagaði svo til, að stríðið varð óumflýjanlegt. Stríðið kom og Þjóðverjar unnu frægan sigur, sem kunnugt er. En á meðan á stríð- inu stóð og friðai’samningum starfaði Bismarck með óþreytandi elju að því, að ná suðurríkjunum einnig í þýzka sambandið nýja, því að áður hafði hann eigi náð lengra en til tollfélags og ýmsra samninga. Og áður en lokið var umsátinni um París, var öllum samningum lok- ið og Vilhjálmi Prússa konungi boðin keisarakóróna og keisaradómur yfir hinu nýstofnaða þýzka ríki. Hinn 18. janúar 1871 lét hann krýna sig í Versölum. Nú var hinu mikla verki lokið, langmesta og affararíkasta afreksverki á síðari öldum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.