Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1915, Page 97

Skírnir - 01.12.1915, Page 97
Ritfregnir. 433 Den norsk-islandske skjaldedigtning. Udgiven af Kom- missionen for det Arna-Magnæanske Legat ved Finnnr Jóns- son. A. Tekst efter hándskrifterne. II. bind. — B. Rettet tekst. II. bind. Koatar als 14 kr. (firri bindin, A og B, koata 16 kr.; alt verkið þá 30 kr.). Þesai tvö síðari bindi hins mikla kvæðasafns Finns Jónssonar ná ifir kvæði allra íslenskra fornskálda frá 1200 til 1400 og er þar með þessu stóra verki lokið. I »Skírni« 1912 gerði jeg í fám orðum grein firir því sem þá var út komið af þessu stórmerka útgáfu riti, tveimur firri bindun- um (A I og B I), og lauk á það maklegu lofsorði. Þessi tvö síð- ari bindi eru steipt alveg í sama mót og tvö hin firri og gefin út eftir sömu grundvallarreglum, texti handritanna sjer í bindi (A), og leiðrjettur texti útgefandans með danskri þíðingu í öðru (B). Um þennan síðari helming ritsins er því alveg sama að segja sem um firra helminginn, og leifi jeg mjer í einu sem öllu að vísa til hins firra ritdóms míns. Sumar skíringar útgefanda standa auðvitað til bóta, enda mun hann firstur manna til að játa, að mart sje enn óljóst í þessum kvæðum og eigi skírt til fullrar hlítar. Enn ifir höfuð má með filsta sanni segja, að þetta útgáfurit f sambandi við hina auknu og endurbættu skáldamálsorðabók Svb. Egilssonar, sem sami maður er að gefa út, sje hið stærsta framstig í rjettum skilningi skáldakvæðanna, sem stigið hefir verið, síðan Lexicon poeticum Sveinbjarnar kom út og Konráð Gíslason samdi sínar ódauðlegu kvæðaskíringar. Á hinum trausta og óbifanlega grundvelli, sem Finnur Jónsson hefur lagt í þessum tveimur ritum, verða allir að biggja, sem eftirleiðis fást við kveðskap íslenzkra skálda. Um þlðing skáldakveðskaparins firir sögu vora og bókmentir þarf ekki að fjölirða. I hinum firra ritdómi mínum komst jeg svo að orði: * »Ritið er sannkölluð þjóðargersemi firir okkur íslendinga, sem eigum langflest af þessum kvæðum, hreinasti fjársjóður firir hvern þann, sem vill fræðast um líf, siðu og hugsunarhátt feðra vorra«. Nú, þegar ritinu er lokið, finn jeg ástæðu til að endurtaka þessi orð. Mikill hægðarauki er að skrám þeim, sem ritinu filgja. Enginn nema útgefandinn sjálfur getur farið nærri um, hve mikið starf og tími hefir gengið til að tína saman öll þessi kvæði úr öllum hinum mörgu og dreifðu handritum, bókfæra þau með orðamun öllum, skíra þau og færa til vanalegs máls og loks að 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.