Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1915, Page 100

Skírnir - 01.12.1915, Page 100
436 Ritfregnir. VI. kafli ura mannaforráS og landsforræði (bls. 73— 79). Er þar vikiö að ólíkri tilhögun á forræði í ýmsum landshlut- um í Noregi. VII. kafli heitir hernaðurinn og stjórnmálin (bls. 80 —95). Vegur höf. þar að kenuingum Gustavs Storms og enn að Yngvari Nielsen, og er allharðhendur á þeim, en margt raka færir hann fram fyrir sínu máli. L/tur þessi kafli einkum að Hafurs- fjarðarorrustu og samræmi írskra og íslenzkra frásagna um þetta efni. VIII. kafli er um almenninga (bls. 96—109). Er þar samanburður á fornum lagafyrirmælum um almenninga á Norður- löndum. Þar er og greint frá ýmsum gjöldum og tollum. IX. kafli er um nefgildið (bls. 109—112). Telur höf. nef- gildisskattana í Noregi munu verið hafa hoftolla. X. kafli er um konungserfðirnar (bls. 113—116). Ber höf. þar hönd fyrir höfuð Haraldi konungi, það er tekur til skip- anar þeirrar, er konungur gerði á ríkisstjórn í Noregi eftir sinn dag. Engi mun þó neita því, að ekki varð þessi skipan konungs happasæl Noregi, jafnvel ekki enn meðan konungur lifði sjálfur. Öllum hór er kunnur ferill Eiríks blóðöxar, Ólafs helga o. s. frv. Mundi sumum ekki þykja fráleitt að rekja að nokkuru leyti til skipanar Haralds konungs óöld þá, er var í Noregi að heita má alla tíð, til þess er Sverrir konungur, einn hinn mesti herforingi, er sögur fara af, braut Noreg undir sig. XI. kafli heitir ámæli og ávirðingar (bls. 116—124). Ver höf. enn Harald konung, slíkt hið sama íslenzka sagnaritara fyrir áburði /msra um hlutdræga frásögn um Harald konung. Seg- ir þar svo að niðurlagi um Harald konung: »Og eins og sagan ber með sér og sjá má af löggjöf og stjórnartilhögun Islendinga til forna, er það einkum stjórnvizka Haralds konungs og stjórnmála- starfsemi, er haft hefir djúp áhrif á menn, enda mun óhætt mega fullyrða, að hann hann hafi verið stjórnmálamaður með afbrigðum, ekki síður en hann er einn í tölu ágætustu hershöfðingja veraldar- sögunnar, auk þess sem hann var mikill hreystimaður sjálfur«. Yfirleitt þykir höf. að maklegleikum mikið koma til Haralds kon- ungs og talar hvervetna um hann hl/lega. En þótt konungur væri mikilmenni, sem engi neitar, og tryggur vinum sínum og fylgls- mönnum, verður samt ekki fyrir það synjað, að margir landnáms- manna áttu um sárt að binda af völdum hans. XII. kafli er um ísland (bls. 124—139). Þar eru ymsar góðar athugasemdir og fróðlegar Ekki get eg fallist á þá tilgátu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.