Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.04.1916, Qupperneq 16

Skírnir - 01.04.1916, Qupperneq 16
-128 [Jm Þorleif Guðmundsson Repp. [Skírnir ;En þótt Þorleifur væri snjall í lifandi málum, þá mun honum þó hafa verið enn léttara um fornmálin, og þó einkum latínu, sem hann talaði og skrifaði viðstöðulaust, og svo segir Þorleifur eitt sinn sjálfur í latínsku bréfi einu, er hann ritaði höfðingja nokkurum skozkum,að nú riti hann hon- um ekki á ensku, af því að illa liggi á sér og margt ami að, heldur riti hann á latínu, þvi að þá tungu geti hann jafnan skrifað, hvernig sem á sér liggi. En þá hafði Þorleifur verið sjö ár í Skotlandi, er hann ritaði þetta bréf, og má af þessu marka lærdóm hans í latínu; mun ekki þurfa að telja þetta skrum hjá Þorleifi, því að hann virðist hafa verið maður yfirlætislaus og ósjálfhælinn. Um 1818 er Þorleifur orðinn vel að sér i þýzku, ensku, frakk- nesku, ítölsku og spönsku. Þá hafði hann og talsvert lagt sig eftir Austurlandamálum, einkum serknesku og persnesku. En síðar miklu var það, að hann lagði sig eftir ungversku (magýarisku) og þeim málum, er þeirri tungu eru skyld. Þorleifur fekk þegar mikið orð á sig í Kaupmanna- höfn fyrir fróðleik og lærdóm, en þó einkum fyrir tungumálaþekking. Svo var orðstír hans mikill, að hinn frægi danski rithöfundur, Knud Lyne Rahbelc, prófessor, fekk hann til þess að kenna sér íslenzka tungu. Og í vitnisburði, sem Rahbek gefur Þorleifi og finna má meðal eftirlátinna skjala Þorleifs (dags. 13. ágúst 1821, á latínu), telur Rahbek hann allra manna lærðastan og skarpvitr- astan, og getur þess jafnframt, að Þorleifur sé hið ástúð- legasta og vandaðasta ungmenni. En i latínu varð Þor- leifur til þess að veita tilsögn sjálfum háskólakennurunum. Skáldið Oehlenschlager fekk Þorleif til þess að segja sér til í latínu, er hann var prófessor og skyldi rita ritgerð í ársrit háskólans og halda latínska ræðu á minningar- hátíð háskólans um siðabótina. Oehlenschláger farast sjálf um svo orð um þetta: »Árið 1820 hlotnaðist mér sem prófessor að skrifa háskólaboðsritið og halda hina latínsku ræðu við siðabót- arhátiðina. Eg hafði um nokkurn tíma áður aftur tekið að leggja mig eftir Rómverjamálinu, er eg hafði vanrækt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.