Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1916, Side 18

Skírnir - 01.04.1916, Side 18
130 Um Þorleif Guðmundsson Kepp. [Skírnir vísindamönnum og menntamönnum í Danmörku; mun þetta nokkuð hafa greitt götu hans. Þetta var árið 1821 og var förinni heitið til Lundúnaborgar; dvaldist Þorleifur þar í borginni hátt á annað ár. Leitaði hann nú að afla sér fullkominnar þekkingar í enskri tungu á ýmsan hátt. Þaullas hann nú ensk bókmenntarit, forn og ný, og var vakinn og soflnn í því að hagnýta sér þær menningar- heimildir í þessari grein, er hann hafði greiðari aðgöngu að en margir aðrir útlendingar, og var það að þakka ýmsum mikilsmetnum vinum hans og hjálparmönnnm, að því er hann segir sjálfur. Hann lét og eigi undir höfuð leggjast að kynna sér þær heimildir og undirstöðurit hinna eldri ensku bókmennta, er fjær mega teljast liggja. Hann las og kynnti sér vandlega í frummálunum rit hinna eldri ítölsku skálda, og sömuleiðis spænskra skálda frá dögum Filippusar konungs II. og upp þaðan, sem annaðhvort höfðu beinlínis verið fyrirmynd hinna ensku skálda eða haft meiri eða minni áhrif á stefnu þeirra, smekkvísi og menning. Það var markmið hans að koma þekkingu sinni í þessari grein í það horf, að hann næði þar heild- aryfirliti og gæti skipað öllu því á réttan stað, er fram kæmi í brezkum bókmenntum, en einnig að meta rétt gildi þessara bókmennta í samhengi við bókmenntir annarra þjóða. I Englandi dvaldist Þorleifur nú fram eftir ári 1822. Meðan Þorleifur var í Lundúnaborg, var hann til húsa hjá David Ker; Ker var höfðingi mikill, menntamaður og þá þingmaður í neðri málstofu parlímentsins. Kona Kers var göfugra manna, systir Castlereaglis lávarðs, hins nafn- kunna stjórnmálamanns. Segir Repp svo í bréfi til Byrgis Thorlacius, að þau Ker og kona hans hafi reynzt sér sem væri hann bróðir þeirra eða sonur; gerðist hann nú kunn- ugur mörgum hinum merkustu Englendingum, er komu í hús Kers, þar á meðal sjálfum Castlereagh lávarði, og það var þá ráð þeirra Castlereaghs og Kers að koma Þor- leifi í prófessorsembætti, er þá var laust í Dyflinni á Ir- landi, í latínu og grísku; en þetta fórst fyrir, líklega fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.