Skírnir - 01.04.1916, Qupperneq 27
',Skírnir]
Um Þorleif Guðmundsson Repp.
139
Sama sagði P. E. Miiller á fundi heimspekideildarinnar
eftir á, en hann var nákunnugur Þorleifi. Byrgir bendir
og á það, að ef slikir ósjálfráðir líkamlegir gallar eða
áskapaðir annmarkar ættu að ráða svo miklu að hamla
háskólanafnbótum mönnum til handa, þá mundi hinn nafn-
kunni prófessor Schiellerup í Noregi (sem stamaði) aldrei
hafa getað orðið doktor, og eigi heldur Rasmus prófessor
Rask, ef honum kæmi nokkurn ’tíma til hugar að sækjast
eftir þeirri sæmd. Byrgir getur þess einnig, að sjálf
vörnin sje ekki skilyrði fyrir því að öðlast nafnbótina,
heldur sé hún sett til þess að sýna það, að meistaraefnið
hafi ekki stolið ritgerðinni, en það dirfðist enginn að bera
Þorleifi á brýn, hvorki Jens Möller né aðrir.
Eftir að vörnin hafði farið fram, sendu þeir Byrgir
’ Thorlacius og Jens Möller hvor um sig álit sitt til heim-
spekideildarinnar. Lagði Byrgir með því, að Þorleifur
fengi nafnbótina, en Jens Möller á móti. Síðan voru
greidd atkvæði um málið i heimspekideildinni, og voru 8
atkvæði með því, að vörn Þorleifs væri tekin gild og
honum veitt nafnbótin, þar af vildu þó 2 láta veita hon-
um áminning, en 6 atkvæði á móti. En svo segir Byrgir
Thorlacius í áður nefndu bréfi, að 5 af þessum 6, sem at-
kvæði greiddu á móti, hefðu alls eigi lesið ritgerðina, og
hefði einn þeirra játað það bæði "munnlega og skriflega,
en hinir 4 mundu og játa það, ef spurðir væru að viðlögð-
um drengskap. Háskólaráðið virðist og hafa verið með-
mælt Þorleifi, en yfirstjórn háskólamálanna felldi þann úr-
skurð með bréfi til háskólaráðsins þann 7. marsdag 1826,
að Þorleifi skyldi synjað um nafnbótina. Astæður, sem
tilfærðar eru í því bréfi, eru fyrst og fremst álit Jens
Möllers og í annan stað telur stjórnin ekki fullnægt 3. gr.
tilskipunar um háskolamál 9. jan. 1824, að því leyti sem
atkvæði féllu á móti Þorlefi í heimspekideildinni. Byrgir
Thorlacius undi hið versta við þenna úrskurð, og það
leiddi til þess, að hann skrifaði háskólaráðinu bréf það,
sem fyrr er um getið, og Jens Möller skrifaði hann ann-
að, sem prentað er hér fyrir aftan. Má af því sjá, hve