Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1916, Síða 31

Skírnir - 01.04.1916, Síða 31
Skírnir] Um Þorleif Guðmundsson Repp. 143 ritaði íslenzku, þá skar orðbragð hans sig mjög úr og var ólíkt því, sem aðrir menntamenn íslenzkir rituðu í þá daga. Málið var hjá honum hreint og fágað, hugsunin ákaflega skýr og skipuleg, en orðalag og orðaval jafnan fært til hins forna máls, eigi ósvipað því, er Grísli skólakennari Magnússon ritaði síðar. Þorleifur hafði, svo sem áður er getið, á háskólaárum sínum þýtt Laxdæla sögu á latínu, en auk þess þýddi hann þá og á dönsku ýmsar af forn- sögum vorum og þó einkum þáttum; birtust þær þýðing- ar í thnaritunum »Dansk Minerva« og »Tilskueren«. Auk þess ritaði hann þá greinir um fornbókmenntir vorar í »Nyeste Skilderie af Kiöbenhavn« og »Lidskjalf«, ritdóma o. fl. Það segir sig sjálft, að í þessum fræðum varð Þor- leifur eins konar æðstiréttur í Skotlandi, og í tímarit skozk og ensk skrifaði hann ýmislegt um þessi efni, þó einkum í »Archœologica Scotica«. Þá gerði Þorleifur þann fund, er merkur þótti og hann hlaut mikið lof fyrir. Rúnasteinn mikill var í Ruthwell, sem þar við er kenndur, og höfðu hinir helztu lærdómsmenn á þau fræði með Bretum spreytt sig á þvi að ráða rúnarnar, en enginn getað, svo að hlít- anda þætti við skýringarnar, alt til þess er Þorleifur kom til sögunnar; hann fekk ráðið letrið á steininum, sýndi, að það var skráð með engilsaxnesku rúnastafrófi, sem við Exeter er kennt, og væri málið sambland af engilsax- nesku og norrænu. Þetta telur Finnur prófessor Magnús- son vera einn þann merkasta fund, er gerður hafi verið, lútandi að sameinaðri sögu Korðurlanda og Bretlands hins mikla. Finnur ritaði síðar ritgerð um steininn og fylgdi fram kenningum Þorleifs (sjá Annaler for nordisk Oldkyndig- hed, 1837, sbr. enn fremur vitnisburð Finns um Þorleif, dags. 1. febr. 1839, sem finnst í skjalabögglum Þorleifs). Árið 1834 voru laus tvö prófessorsembætti við háskóÞ ann í Glasgow, annað í latinu og grísku, hitt í lifandí málum. Þorleifur hafði hug á að ná í annaðhvort þess- ara embætta, einkum fornmálakennsluna. Urðu þá ýmsir vinir hans, höfðingjar og vísindamenn með Skotum, sum- ir ótilkvaddir, til þess að senda meðmæli sín með því, að-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.