Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1916, Page 35

Skírnir - 01.04.1916, Page 35
Skírnir] Um Þorleif Guðmundsson Repp. 147 í septembermánuði 1837 fluttist Þorleifur alfarinn úr Edinborg eftir 11 ára þarvist. Var honum bæði fyrr og síðar allt það kærast, er brezkast var, og kemur það víða fram, og mjög sömdu þau hjón sig að siðum Breta jafnan í hýbýlum og öllum viðtökum og viðurgerningi innan gátta. Þorleifur settist nú að í Kaupmannahöfn og átti þar síðan heima, það sem eftir var ævinnar. Gaf hann sig mest við kennslu og varð gott til lærisveina, sem við mátti búast, svo frægur tungumálamaður sem hann var; bar og eigi á vanstillingu hans, er hann kenndi, og svo segja margir, að þá hafi hann verið manna ljúfastur. Sama ár sem Þorleifur settist að í Kaupmannahöfn fekk hann leyfi til þess að halda fyrirlestra við háskólann þar um enska tungu og bókmenntir. Hann vildi verða lektor við háskólann í þessum fræðum, en eigi var þeirri ósk hans sinnt, þótt oft færi hann þess á leit og margir hinna merkustu manna væru því fylgjandi. Mun það eigi hafa lítið spillt fyrir honum, að hann gerði alla tíð mjög lítið úr hinni dönsku þjóð og fann Dönum fátt eða ekkert til ágætis; eru margar sögur til um meinleg orð hans og ummæli í garð Dana, en eigi hirði eg að greina neitt þess konar hér. Þess gætir og eigi í ritum Þorleifs; jafnan er hann minnist á Dani í riti, ber hann þeim vel söguna, og telur Danmörk fósturjörð sína. Danskur var og sá maður, er Þorleifur mat mest allra manna, jafnan er hann minntist hans, en sá maður var Rasmus RasJc. Þetta má þó ekki meta til sleikjuskapar hjá Þorleifi, því að flestum mönnum var hann kröfuharðari til Dana um sjálf- stæðismál Islands, er hann tók að gefa sig við þeim mál- um, svo sem síðar segir. Eigi vildu og heldur stjórnarvöld Dana, þau er hlut áttu að máli, veita Þorleifi uppreisn fyrir meðferðina á honum í dispútázíu hans fyrrum, þótt hann æskti þess, sem fyrr segir. En löggiltur túlkur varð hann í ensku og þýzku í Kaupmannahöfn 12. december 1839 og hélt því starfi upp þaðan. Hafði hann drjúgar tekjur af þvír *10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.