Skírnir - 01.04.1916, Side 41
Skírnir]
Um Þorleif Guömundgson Repp.
153
prentað eftir hann af kvæðum; þó eru af íslenzkum kvæð-
um »Landavísur« prentaðar í 9. árg. F j ö 1 n i s og i
Snót, og »Epigrömm« (snúin og eftir stæld á islenzku
eftir gríska textanum í dr. Wellesleys Anthologia poly-
glotta), sem Jón Sigurðsson lét gefa út eftir Þorleif látinn
(1864). í Landavísum Þorleifs ber þó sumt vott um skáld-
legar sjónir eða hugsjónaafl. Til dæmis skal hér sett
þetta erindi um Island:
Grænom lauki gróa túnin;
Giyllir sóley hlíða sillor;
Færa víkr flyðro á vári:
Fuglar syngja í Trölladyngjom;
Sauðir strjálast hvítir um heiðar;
Hossar laxi straumr í fossi;
Bella þrumor á brúnom fjalla;
Blár es hifinn, snarpr es Kári.
Rit Þorleifs eru talin upp í Erslews Almindeligt For-
fatter-Lexicon og Supplement og enn vendilegar í Rithöf-
undatali Jóns Borgfirðings (handritasafn JS. 103—106, 4to.,
II: 3, þó verður að nota þá skrá með varkárni).
Hin siðari ár ævi sinnar var Þorleifur lítt heill og
banalega hans varð löng, en hann andaðist 4. december-
dag 1857. »Þegar hann var úthafinn, voru Islendingar
margir viðstaddir. Enski presturinn i Kaupmannahöfn
hélt ræðu yfir kistu hans, og Islendingar sungu »Allt eins
og blómstrið eina« og tvö vers úr Passíusálmunum, »En
með því út var leiddur« o. s. frv., svo að hann var sein-
ast kvaddur á tungu þeirra þjóða, er hann unni mest
allra. Síðan báru íslendingar hann í kapelluna«, Hólms-
kirkjukapellu, en þar var lík hans geymt um veturinn.-
Hafði hann fyrir dauða sinn gert þá ráðstöfun, að lík sitt
yrði flutt til Reykjavíkur, svo að hann fengi að hvíla í
skauti ættjarðar sinnar (Sveinn Skúlason i 6. árg. Norðra,-
bls. 23—24). Þessari ósk hans var framfylgt, »og það á
þann hátt, sem hann mundi helzt hafa æskt í lifanda lífi,
að koma til Islands með hinui fyrstu reglulegu gufuskips-
ferð, sem þangað gengur, og koma við um leið bæði á