Skírnir - 01.04.1916, Side 58
170
Þegnskylduvinna,
[Skirnir
Eg veit, að til þess að plægja og yrkja lönd i stórum
stíl til grasræktar og garðræktar, þarf áburð. En bæði er
það, að hann er víðagt ver hirtur en vera ætti, og margt
látið óhirt, sem nota mætti. Þar sem létt er með að-
flutninga, gæti og verið hagur að því, að drýgja fyrir
sér með erlendum áburði Það virðist heldur ekki óhæfa
að benda til þess, að skeð gæti, að tímarnir færu að
styttast, er líða til þess, að vér förum að nota fossana til
að vinna áburð úr loftinu; þvi að það hefir reynst Norð-
mönnum mjög arðvænlegt.
En ef áhugi og framkvæmd fengist á því, að nota
vatnið eins og má til jarðræktar, þá framleiddist af því
fóðri ómetanlega mikill áburður á þá staði, sem vatni
verður eigi við komið til ræktunar. Eg er eigi svo kunn-
ugur hér á Suðurlandi, að eg vilji ræða um þær stórfeldu
endurbætur, sem víða væri hægt að gera með vatninu,
og hagkvæmt væri að þegnskyldan ynni að. En á Norð-
urlandi er eg víða allkunnugur, og hefi séð, hve mikil-
væg þegnskylduvinnan gæti víða orðið fyrir þann lands-
hluta. Eg vil hér að eins benda til Skagafjarðar. Frá
Vindheimabrekkum og nær gegnt þeim að austan og lang-
drægt til sævar mætti leggja alt láglendið undir vatns-
rækt. En mestöll vatnsleiðsla og framræzla þar þarf að
leggjast í fjelagsskap, og hagar því vel fyrir þegnskyldu-
vinnu. Þetta áveitusvæði er svo víðáttumikið, að annað
eins er ekki til hér á landi nema sunnanlands austan-
fjalls. Væri þetta mikla land alt hagnýtt á réttan hátt,
er ómögulegt að renna grun að, hve marga tugi þús-
unda hesta það myndi veita árlega af ágætu heyi fram yfir
það, sem það veitir nú, og hve mikið land mætti rækta
með þeim áburði, sem það hey framleiddi. Meðal annars
má nefna landsvæði »vestan vatna«, nálægt 15 km. á
jlengd. Þar er rennislétt votengi frá Vatnabökkum og upp
að Langholtinu. Um breidd þori eg ekki að segja neitt
nákvæmt; en víðast mun hún vera 3—4 km. Ofan við
þetta votlendisflæmi standa býlin austan á Langholtinu.
En þar er viðast vel fallið til túnræktar. Þar vestur af