Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 60
172
Þegnskylduvinna.
[Skirnir
svo að það sé vel byggilegt siðraðri þjóð. En þetta næst
víða eigi nema með stóríeldum félagsskap og krafti. Fæ
eg tæplega séð aðrar leiðir vænlegri og heppilegri til
framkvæmda í þessa átt en þegnskylduvinnuna.
Þá má eigi ganga fram hjá því, að sumir hafa talið
það óhæfu að ætlast til þess, að sjómenn væru teknir í
þegnskylduvinnu. En margt getur orðið til þess, að menn
vilji hætta sjómensku, að heilsan leyfi eigi annað, en sá
hinn sami kunni að geta stundað landvinnu. Enginn veit,
hvað fyrir kann að koma á langri leið, og ætíð er betra
að kunna það, sem þarft er, en kunna eigi. Spekingur-
inn Benjamín Franklín lætur Ríkharð hinn snauða segja:
»Sá, sem kann verknað, hann á býsna fjárstofn, og sá,
sem hefir atvinnuveg, hann hefir heiðarlegt embætti og
arðvænt«.
Xokkuð almennt má það teljast hér á landi, að menn
stundi vinnu bæði til lands og sjávar. Einnig eru það
ekki fáir sjómenn, er eiga eða hafa ráð yfir land-
spildu til ræktunar. Enn fremur verður að gæta þess, að
ef skútumenn taka síðara vinnuskeið sumarsins, eins og
sjálfsagt virðist, þá er það algengast, að þeir missa eigi
nema mánaðartíma eða liðlega það frá skútuvinnunni. —
Og þetta er að eins eitt sumar af æfinni. En á botn-
vörpungum munu þeir eigi vera tiltölulega margir, sem
eru innan við tvítugt. — Og ef skólaskipið fengist, sem
treysta verður, þá myndu margir sjómenn geta int þegn-
skylduvinnu sína af hendi á þvi. Enn fremur er nú far-
ið að ræða um, að bæjarfélög geri út skip til veiða. Kæm-
ist það á, ætti að vanda þar sem best til alls, svo að sjó-
menn gætu á þeim skipum leyst af hendi þegnskylduv. sína.
Það er athugavert, en þó í raun og veru mjög svo
náttúrlegt, að tiltölulega eru þeir margir af andmælend-
um þegnskylduvinnunnar, sem vegna atvikanna hafa aldrei
lært neitt til verka, og aldrei tekið neinn verulegan þátt
í þeim, hvorki hér né erlendis. Þó leyfa þeir sér að tala
um þetta mál, sem þeir vitanlega bera ekkert skynbragð