Skírnir - 01.04.1916, Page 61
:Skirnir]
Þegnskylduvinna.
173
á, og dæraa um stundvísi, reglusemi við störf og verklega
kunnáttu manna hér, samanborið við það sem tíðkast er-
lendis. En þetta er »nýmóðins« íslenzkubragur, sem farið
er að tíðka á Alþingi sem annarstaðar.
Mikið heflr verið rætt um það samband, er eg hefi
sett þegnskylduvinnuna i við landvarnar- eða heræflnga-
skylduna, og hefir það hneykslað suma. Enn fremur segir
Einar garðyrkjufræðingur Helgason í 3. tölublaði XI. árg.
Lögréttu, að mér sé í þessu efni hermenskubragurinn hjart-
ans mál.
Það virðist því eigi fjarri lagi að athuga, hvað vald-
ið hefir þessu mikla umtali og hneykslunum. Astæðan er
einungis sú, að í Andvararitgerðinni um þegnskylduvinnu
1908 segi eg, að þegnskylduvinnan sé smávægileg
fórn til landsins samanborið við það, sem aðrar þjóðir
offra sínum ættlöndum með landvarnarskyldunni og öllu
þvi, er af bardögum leiði, þegar til þeirra reki. — En
það er ekki einungis, að einstaklingarnir hafi þungar byrð-
ar af þessu, heldur bera einnig ríkissjóðirnir afskapa
byrðar af þvi. Líka sagði eg í ritgerðinni það, sem hér
verður tekið orðrétt upp og hljóðar þannig: »Að þeir,
sem vinnunni stjórna, geti kent hana vel, og stjórni eftir
föstum, ákveðnum reglum, líkt og á sér stað við heræf-
ingar í Danmörku«.
»En með þessu er auðvitað einungis meint, að jafn-
föstum reglum sé fylgt með s t u n d v í s i, hlýðni, stjórn-
semi, háttprýði, reglusemi, hreinlæti, ogað
réttum handtökum og hreyfingum sé beitt við
starfið. Enn fremur að svipuðum reglum væri fylgt með
vanheila eða fatlaða menn með undantekningu frá þegn-
skyldu vinnunni«.
Þetta er nú alt og sumt.
Að eg benti til heræfinga Dana var sökum þess, að
þær voru hinar einu, er eg þekti dálítið af eigin sjón, og
vissi að Danir stjórnuðu þeim mannúðlega. Hefði eg til-
nefnt Þjóðverja, myndi það hafa þótt ganga guðlasti næst,
svo illræmdir voru þeir þá fyrir harðneskju sína við her-