Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 68
180
ÞegnskylduvinDa.
[Skíruir
segja, að öll andmæli gegu þegnskylduvinnunni séu hin
sömu, hvort sem þau hafa komið fram í ræðu eða riti.
Þau eru veigalítil og lítið rökstudd, og ósjaldan að með-
haldsmönnum þegnskyldunnar eru gerð upp orð og hugs-
anir, sem þeim hefir aldrei til hugar komið, heldur hið
gagnstæða. En það er ekki óvanalegt, að óhlutvandir
skral'finnar beiti þessu lúaiagi, sem hverju góðu máli er
4il fordjörfunar, og allir mætir menn verða að forðast.
Það skal fúslega játað, að meðhaldsmenn þegnskyldu-
vinnunnar hafa eigi heldur skrifað eða rætt um málið
með gildum rökum. En frá því fyrsta hefir því verið
haldið fram af þeim, sem og rétt er, að slikt væri eigi
hægt til hlítar, meðan óráðið væri um fyrirkomulag þegn-
skyldunnar, en að það hlyti að verða reynslan, er aðal-
lega ákvæði fyrirkomulagið.
Eg vil nú stuttlega athuga þær helztu mótbárur, er
fram hafa komið gegn málinu á Alþingi og svo annar-
staðar í ræðu og riti.
1. Þá tel eg fyrst þá mótbáru, sem allmargir hafa
snert við, að þegnskyldutíminn sé svo stuttur, að menn
geti ekkert lært sér að gagni á honum.
Um þetta er hægt að deila svo mikið á báðar hliðar,
að eg legg eigi út í svo langt mál. Eg vil að eins leyfa
mér að segja frá tveimur dæmum af fjöldamörgum, sem
borið hafa fyrir mig.
Eg var að vorlagi við jarðabótavinnu. Atti að vinna
á nokkrum bæjum til skiftis af sama vinnuflokki. Lögðu
menn sér til verkfæri og gistu heima hjá sér á nóttum.
Sagði eg mönnunum, nær vinna ætti að byrja að morgn-
inum og bað þá að hafa verkfæri sín í góðu standi og
mæta stundvíslega.
Fyrsta morguninn mættu sumir á réttum tíma, en
aðrir ekki, og voru þeir að tínast að einn eftir annan.
Eg sætti lagi að deginum að segja einslega með hægð við
hvern og einn af þeim, að í kveld gæti eg ekki verið að
því að láta hann hafa eftirvinnu jafnlangan tíma og hann
hefði vantað upp á að morgninum, af því að þetta væri