Skírnir - 01.04.1916, Page 75
rSkírnir]
Þngnskylduvinna.
187
inu, þegar þegnskylduvinnan heíir staðið nokkur ár, þótt
þegnskylduliðið sé frádregið eða undanskilið.
6. A ð óvanir menn framleiddu minna verk en vana-
legir verkmenn, og því yrði vinnan landssjóði jafnvel dýr-
ari en launuð vinna.
Hér kemur fram sama athugaleysið og fyr. Það kem-
ur eigi til nokkurra mála, að menn á aldrinum 18—20
ára, og sumir 20- 25 ára, sem vinna undir góðri verk-
stjórn með hagkvæmum verkfærum, séu landssjóði dýrari
sem matvinnungar, þótt sumir séu vinnunni óvanir, held-
ur en menn upp og ofan með fullu’kaupi. Það þarf því
ekki að eyða orðum frekar að þessu.
7. A ð þjóðinni væri ekki eins ábótavant í verklega
stefnu og haldið væri fram.
Það er áður sýnt fram á það, að eigi geta aðrir haldið
þessu fram í alvöru en þeir, sem þekkja lítið eða ekkert til
vinnubragða hér og erlendis. Má því ganga fram hjá
þessu atriði.
8. A ð menn leystu þegnskylduna af hendi nauðugir.
Engin alvara væri hjá ungum mönnum, þótt þeir mæltu
með henni. Það væri aðeins af því, að þeim þætti hug-
sjónin fögur og fengi stundarhrifningu, er hyrfi frá, þegar
til alvörunnar eða framkvæmdanna kæmi.
Þetta leyfi eg mjer að segja, að sé illkvitnisleg spá,
en engin vissa, og engar líkur til. Eg hefi heldur engin
rök séð færð fyrir þessu, heldur hefir því verið slengt fram
sem orðagjálfri, nema ef það skyldu eiga að teljast rök,
er eg heyrði Sigurð alþm. Eggerz segja á síðasta þingi.
Hann tjáði þar frá því, að hann hefði verið á fundi aust-
an fjalls, þar sem rætt var um þegnskylduvinnuna. Henni
hefði verið hampað af nokkrum ungum mönnum. Bauð
Sigurður þeim þá að vinna ókeypis að vegavinnu og öðr-
um framkvæmdum, en engir gáfu sig fram.
Þetta á nú víst að sanna mikið, en það verður mis-
brestur á því. Það stóð eigi til, að nokkrir gæfu sig fram.
Þeir hafa ef til vill ekki treyst Sigurði sem bezt til verk-
stjórnar og verklegrar kenslu. Hafa líka séð, að öll önn-