Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 77
■Skirnir] Þegnskylduvinna. 189
óþektum héruðum og mismunandi staðháttum og venj-
um.
Það er annars einkennilegt, hvað sumir hafa gert af-
skaplega mikið úr ferðakostnaðinum og þeim vandræð-
um, sem af því leiddi, að allir ættu að vinna á einum
stað. Hafa þeir reynt að rífa þessa óhæfu niður fyrír
allar hellur. En hér eru þeir að berjast við sinn eigin
skugga eða ímyndan.
í Andvararitgerð minni 1908 tek eg meðal annars
þetta fram: »Ef þegnskylduvinna kæmist alment á, er
sjálfsagt, að ein eða fleiri aðalstöðvar væru í hverjum
landsfjórðungi, er færðust sýslu úr sýslu eftir því, sem jafn-
réttið krefði«.
Hér er því gengið að því vísu, að það sé að minsta
kosti unnið samtímis á fjórum stöðum í landinu, og að í
hverjum vinnuflokk séu til jafnaðar tæpt 100 manns. En
í hinni lauslegu áætlun minni, hér að framan, miðaði eg
við þrjá vinnuflokka. Væru þá til jafnaðar í hverjum
«m 125 þegnskyldir, 3 stjórnendur og 7 starfsmenn. Það
þarf eigi að taka það fram, að stundum þyrfti tíma og
tíma að skifta sama vinnuflokki í deildir til sérstakra
starfa. Unnið væri i þrem landsfjórðungum samtímis, og
enginn fjórðungur færi á mis við vinnuna nema eitt ár í
bili. Einnig var búist við, að oft bæri við, að vinnustöðv-
ar væru fluttar til, þegar skift er um vinnuskeið að sumr-
inu, og þær jafnvel fluttar úr einni sýslu í aðra. Ætti
því engin sýsla að fara á mis við vinnuna lengur en í
hæsta lagi um 6 ár. Úr þeim landsfjórðungi, sem eigi
væri unnið, væri enginn kallaður til þegnskyldunnar nema
hann væri 23 ára og hefði áður eigi leyst hana af hendi.
Og þegar vinnustöðvar væru fluttar að sumrinu milli
sýsina, þá væri þess gætt við útboðið.
Á þenna hátt verða ferðalög til þegnskylduvinnunn-
ar ekkert meiri né erfiðari, en nokkuð alment á sér stað
með hjúaflutninga og ferðir daglaunafólks. Líka má oft
búast við, að margur leitaði sér atvinnu, yfir hálft sum-
arið, í grend við það, er hann leysti, eða æskti að leysa