Skírnir - 01.04.1916, Page 87
Skirnir]
Hvað verður um arfleifð Islendinga.
199
skáldfé mitt
at skata húsum,
þá er úlfgrátt
við Yggjar miði
hattar staup
af hilmi þák.
Síðasta vísa þessa kvæðis sýnir, svo sem ótal aðrar,
að það er engin nýjung á íslenzkum kveðskap, að skáld
noti líkingar og baldi þeim sjálfum sér samkvæmum til
■enda:
Yar ek árvakr,
bar ek orð saman
með málþjóns
morginverkum.
Hlóð ek lofköst,
þann er lengi stendr
óhrotgjarn
í bragar túni.
Þá ætti helzt hver maður að kunna Sonatorrek hans,
'J)ví að það er hrein perla í íslenzkum skáldskap og allra
|)jóða skáldskap:
Mjök hefir Rán
of rysktan mik.
Emk ofsnauðr
at ástvinum.
Sleit marr bönd
minnar áttar,
snaran þátt
aí sjálfum mér.
Og svo gengur sorgin nærri honum yfir sonarmissin-
nm, að hann heitast við guðina, svo sem síðar gerði
Bólu-Hjálmar. Egill kvað:
Veit ef sök
sverði rækak
var ölsmið
allra tima. r
Roða vágs brœðr
ef vega mættak,
færak andvigr
Ægis mani.