Skírnir - 01.04.1916, Page 92
204
Hvað verður um arfleifð Islendinga.
[Skirnir
III. Hvað verður ura arfinn?
Ef vér vanrækjum hann og kunnum eigi að meta
hann, þá verður hann eign útlendra manna, og Islend-
ingar munu fyrirverða sig sárt á komandi öldum. En þá
verður ofseint að naga sig í handarbökin.
í bezta lagi gætu íslenzkir fræðimenn þá átt hlut í
honum með hinum erlendu mönnum.
En ef oss fer eigi sem þeim fuglinum, sem verstur
er og drítur í sitt eigið hreiður, heldur vinnum vér með rögg
og drengskap að hag vorum og heiðri, þá verður hann
alþjóðareign, ávaxtast hér og aflar oss maklegrar virðing-
ar hjá öðrum þjóðum.
Á fyrri öldum varðveitti haflð oss, en er samgöngur
eru nú orðnar miklu auðveldari við önnur lönd og marg-
falt tíðari, þá dugir nú eigi lengur sofandi mótstaða. Nú
þurfum vér að vaka og vera á verði, gæta þess, að vér
gefum eigi of mikið fyrir pípuna, og beita mannviti og
dugnaði til þess að auka og skýra erfðagullið dýra.
Kallar nauðsyn stofninn allan
til.að gæta og vegsemd veita
vitru starfi feðra arfi.
Norrænu andi yfir löndin
aldir leiði frægðar heiðar.
Bjarni Jónsson
frá Vogi.