Skírnir - 01.04.1916, Page 100
212
Utan úr heimi.
[Skirnir
aukist án þess að vörumagnið í landinu ykist, þ. e. a. s. nú er
»inflation«, verðhækkun á vörum. Sama máli er að gegna ef ein-
staklingar lána ríkinu fó tii ófriðarins. Mikill hluti verðhækkunar
þeirrar, sem ófriðurinn befir valdið, stafar einmitt af þessari orsök.
Fátæklingarnir verða harðast leiknir af þessu og neyðast til að neyta
ódýrari vara en áður vegna hins háa verðs, og á þann hátt n e y ð-
ast þeir tilaðsparafyrirþjóðina, án þess -að græða
sjálfir á þeim sparnaði. Það sem fátæklingar spara við sig í neyzl-
unni, notar svo ríkið til ófriðarþarfanna, en því meira sem er spar-
að, þess minni er verðhækkuniu. Sökum þessarar vöruverðhækk-
unar, verðfalls peninganna, hækkar víxilgangverðið á útlönd. En
þar sem einnig er vöruverðhækkun í mörgum hlutlausum löndum,
þó að hún só ekki eins mikil þar, þá ósk/rast drættirnir að nokkru
leyti, vegna þess að peningagildið fellur líka í hlutlausu löndunum.
III.
Eftir þenna inngang nm ófriðinn get eg snúið mér að helztu-
löndunum og sýnt, hvernig víxilgangverðið á þau hefir verið, orsak-
irnar til þess og ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið til að lag-
færa það. Taflan sýnir víxilgangverð í Kaupmannahöfn á ýms lönd
víxlar greiðanlegir v i ð s ý n i n g u). Hún ætti því að vera s a m-
n e f n a r i atvika þeirra, sem getið er um að framan. (1 pund-
sterl., 100 fránkir, rúblur, mörk, austr. krónur eða dollarar, gilda-
í dönskum krónum).