Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 11
ákveðr svo skýrt, hvé mörg goðorð og höfuðhof skuli vera í hverju þingi; hún segir Ln. bls. 334: „Landinu var skipt í fjórðunga um daga þórðar gellis; þá skyldu vera .iij. þing í hverjum fjórðungi, enn .iij. höfuðhof í hverri þingsókn; þar vóru menn vandaðir til at varðveita hofin, at vitrleik ok at réttlæti; þeir skyldu dóm nefna á þingum ok stýra sakferlum; því vóru þeir goðar kallaðir ok hof- goðar, en þeirra tign ok umdœmi kallat goðorð. Hverr skyldi ok gjalda hofstoll, eigi síðr enn nú kirkjutíund. Fé þat, er til hofs var gefit, skyldi hafa til mannfagnaðar, þar er blótveizlur vóru. Norðlendinga fjórðungi var skipt í .iiij. þing; hann var stœrri enn hinir fjórðungarnir“. Ln., bl. 259, er og eins sagt frá þessu. f>að kynni að virðast eðlilegra, að höfuðhofið hefði verið í Hvammi, sem var höfuðbólið, enn hér verðr trauðla um að villast, að Ljárskóga- hofið hefir hlotið að vera höfuðhofið í Dölum. Dœmið er ljóst af Kjalnesingasögu; bæði þingið og hofið var sett á Kjalarnesi1; þó vóru þeir þorsteinn Ingólfsson, þorkell máni, og þormóðr allsher- jargoði aðalhöfðingjar í því þingi og allsherjargoðar eftir að alþingi var sett, og höfðu bústað sinn í Reykjavík. það er lítt hugsanlegt, að Kjalarneshofið, sem var eitt hið stœrsta hof hér á landi og enda hið skrautlegasta, hafi einungis verið heimilishof. þorkell máni var einkannlega vitr maðr og vel siðaðr; var til hans skotið málum t. a. m. rekamálinu þeirra Kaldbeklinga og Flosa af Strönd- um, þegar víg Ofeigs grettis varð; sjá Grettissögu Kh. 1853, bl. 20. í Harðarsögu gjörir hann og um mál manna bls. 27. og 28.; hann var og lögsögumaðr frá 970—985. það má og fullyrða, að þor- kell máni hafi verið lítill blótmaðr, þar sem um hann segir, að hann lét bera sig í sólargeisla í banasótt sinni og fal sig á hendi þeim guði, er sólina hefði skapað; hafði hann og lifað svo hreinlega, sem þeir kristnir menn, erbezt eru siðaðir. Ln. i.p., 9. k., bls. 38. Mér þykir því allra eðlilegast, að þorkell máni hafi ekki einu sinni viljað hafa höfuðhof hjá sér, þótt hann væri laganna vegna yfir- stjórnarmaður þess og goðorðsins, þvíað ella hefði hann orðið að halda uppi römmum blótsiðum, enn hafi sett mann til að gæta hofs- ins, er þeim starfa Var vel fallinn. Um daga þorkels mána mun hin fasta höfuðhofaskipun hafa komizt á. þetta hygg eg mest hafa valdið því, að höfuðhofið var sett á Kjalarnesi, enn ekki i Reykjavík. þess finnast og dœmi, að aðalhöfðinginn gætti ekki ávalt sjálfr hofsins, t. d. með Broddhelga að Hofi í Vopnafirði; þar var kona, Steinvör að nafni, er gætti höfuðhofsins og var kölluð hofgyðja. Vopnfirðingasasaga, Kh. 1848, bls. 10: „Kona hét Stein- vör; hón var hofgyðja ok varðveitti höfuðhofit. Skyldu þangat 1) Eg hefi fœrt rök að því, að þingið var sett á Kjalamesi, Árb. 1. h., bls. 65—68, neðanmáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.