Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 12
12
allir bœndr hoftoll gjalda. Steinvör ferr á fund Broddhelga, því
at hón var hánum skyld, ok segir hánum til sinna vandræða, at
þ>orleifr hinn kristni gyldi eigi hoftoll sem aðrir menn“. Varla
þarf að efast um, að Broddhelgi hafði mannaforræði í Vopnafirði
eða goðorð, enda fór Steinvör á hans fund, er hún fékk ekki hof-
tollinn. Broddhelgi er meðal annars nefndr einn af mestu höfð-
ingjum í sögunni um hinn kunga mann, er fór í hvals líki til ís-
lands, Hkr., bls. 152. — Enn má það segja um Ljárskóga, að þeir
liggja miklu betr við fyrir aðsókn úr Dölum enn Hvammr; millum
þeirra bœja eru svo sem tvær bœjarleiðir, svo að goðinn var samt
eigi fjarri höfuðhofinu, enn hitt þótti hentugri staðrinn fyrir mann-
fundi. Auk þess mun þorkell kuggi hafa búið í Ljárskógum, sem
er og hefir verið mikil jörð; hann var einn af sonum f>órðar gellis
og hefir eflaust haft goðorðið að helmingi eftir föður sinn á móts
við f>órarin fýlsenni bróður sinn, er bjó í Hvammi. þriðji bróðir-
inn Eyjólfr grái var höfðingi vestr í Arnarfirði í Otrardal og hefir
víst haft þar goðorð; mun hann hafa selt sinn þriðjung goðorðsins
í hendur brœðrum sínum til meðferðar, er hann fór vestr, þvíað eigi
var hentugt fyrir hann í svo mikilli fjarlægð að hafa mannaforráð
suðr í Breiðafjarðardölum. þorsteinn fCuggason, sonr þorkels
kugga, bjó í Ljárskógum til dauðadags og var höfðingi og ofreflis-
maðr. Enn fremr er það, að Auðr djúpúðga var kristin og efa-
laust Olafr feilan, sonarson hennar, faðir þórðar gellis, þvíað Auðr
fóstraði hann upp, og mun hann fœddr á Skotlandi, Auðr gaf hon-
um bústað sinn í Hvammi á brúðkaupsdegi hans eftir sinn dag.
f>ótt þeir frændr tœki heiðinn sið síðar, þá getr verið spurning
um, hvort f>órðr gellir hefir einu sinni viljað hafa höfuðhof í
Hvammi, þar sem ættmóðir hans hafði lagt svo mikla kristna
helgi á staðinn.
Eg hygg, að niðrskipun hinna fornu goðorða og höfuðhofa
hafi verið gerð um leið og fjórðungsdómar vóru settir og héraðs-
þingin ákveðin. pórðr gellir mun hafa verið höfuðmaðrinn að þessu
öllu, eins og kunnugt er, að hann var að því, að setja fjórðungs-
dómana; víst er það, að þá er hann hafði sætt þá þorstein þorska-
bít og þ>orgrím Kjallaksson og kveðið upp þá vandasömu gerð
svo að báðum hugnaði vel úr því sem ráða var, þá segir Eyrbyggja
saga, Leipzig 1864, bls. 12: „Ok þá er þ>órðr gellir skipaði fjórð-
ungaþing, lét hann þar vera fjórðungsþing Vestfirðinga11. Hér er
sönnun fyrir því, að þórðr gellir hefir ákveðið hina fornu þing-
stöð og sama mun vera um goðorðin og höfuðhofin, þvíað það
stendr í nánu sambandi hvað við annað, þá er að er gætt. Land-
námabók segir, að í Krosshólum hafi verið gerðr hörgr, er blót tóku
til, og þar var þ>órðr gellir leiddr 1, áðr enn hann tók mannvirð-
ingar, Árb. 1. h., bls. 90. þ>etta sýnir, að heima í Hvammi var