Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 20
20
Eiríkr Svía konungr gafst Óðni til sigrs sér fyrir orrustuna á Fýris-
völlum, Fms., 5. b., Styrb. þ., bls. 250: „þá nótt ina sömu gékk
Eiríkr í hof Óðins, ok gafst honum til sigrs sér, ok kvað á tíu
vetra frest síns dauða, mörgu hafði hann áðr blótat, þvíat honum
horfði úvænna; litlu síðar sá hann mann mikinn með siðum hetti;
sá seldi honum reyrsprota í hönd ok bað hann skjóta honum yfir
lið Styrbjarnar, ok þat skyldi hann mæla: „Óðinn á yðr alla““.
Hákon jarl blótaði Oðin á Gautlandi til sigrs sér, Hkr., bls. 145—
46: „En er hann kom austr fyrir Gautasker, þá lagði hann at
landi, gerði hann þá blót mikit. þá kómu þar fljúgandi hrafnar
tveir ok gullu hátt; þá þykkist jarlvita, at Oðinn hefir þegit blótit
ok þá mun jarl hafa dagráð til at berjast. Frá þessu segir Einarr
skálaglam í Velleklu:
„Flótta gékk til fréttar
fellinjörðr á velli,
draugr gat dólga Ságu
dagráð Héðins váða;
ok haldboði hildar
hrægamma sá ramma,
týr vildi sá týna
teinlautar fjör Gauta“.
Hér hefir því verið fréttablót eftir þvi sem Einar segir frá. Hall-
freðr vandræðaskáld segir í vísu, að hann hafi blótað Óðin, Hall-
freðar s., Leipzig 1860, bls. 94:
„Hitt var fyrr at harra
Hliðskjálfar gat ek sjálfan,
skipt er á gumna giptu,
geðskjótan vel blóta11.
Hallfreðr telr og upp í annarri vísu, bls. 95: Frey og Freyju og
pór og Njörð, sem hanri verði að hætta að dýrka.
Aun konungr í Svíþjóð blótaði Óðni níu sonum sínum, til
langlífis sér, sjá Árb. 1. h., bls. 88—89.
Á Óðin var og heitið til ölgerðar. Álrekr konungr átti tvær
unnustur, enn hann mátti eigi eiga báðar fyrir ósamþykki þeirra;
kvaðst hann mundu eiga þá þeirra, er betra öl gerði móti honum,
er hann kœmi heim úr leiðangri. þ>ær keptust um ölgerðina, Forn-
aldar s., 2. b., Kh. 1829, s. af Hálfi ok Hálfsr., bls. 25—26:
samanb. nr. 335, þar sést reyndar ekki geirinn, enda er myndin af þeim,
sem á baki sitr, svo ógreinileg, enn þar á móti sjást 8 fœtr á hestinum,
fjórir að framan og fjórir að aftan. Er því líklegt, að þetta eigi að vera
Sleipnir. Óðinn mun og vera myndaðr með fleirum einkennum, á fornum
hlutum, t. d. með hringinn Draupni, sem og var kostgripr, er dvergarnir
gerðu, enn eg hefi ekki þær myndir; get því ekki frekara lýst þeim, enn
aðalmerki Óðins mun hafa verið geirinn Gungnir.