Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 102
102
Bakka, þá segir þetta sig sjálft. Bakki inn meiri er alt annar
bœr enn Bakki; sagan blandar ekki þeim nöfnum saman. Nú
sannar þetta tvent: fyrst, að Bakki inn mein er Staðarbakki, sem
er innar, og svo það, að Bakki, sem er utar, se' sá, er pormóðr
bjó á, (Kóngsbakki), og einmitt þangað fóru þeir Steinþór. þ>etta
er með öðrum orðum: þeir reru frá ísskörinni, sem var rétt fyrir
innan, eða hjá Bakka hinum meira, og út að hinum Bakka ; þeir
hafa því róið alla leið millum Bakkanna; þetta er ljós meining
sögunnar. Nú er þá eftir að tiltaka nákvæmlegar, hvernig ísinn lá
samkvœmt orðum sögunnar, sem áðr er sagt: ísskörin hefir legið
frá Dritskeri, út og yfir á ská að eyrinni, sem er rétt við túnið á
Staðarbakka, eins og Thorlacius segir, bls. 279 (ofan til). það er
og mikið eðlilegt, að ísinn hafi legið þannig, þvíað bæði er að-
hald í skerinu og eyrinni, og þangað fjarar voginn út, enn úr því
fer hann að dýpka. þ>egar skörin lá þannig, var lítið sem ekkert
að róa, og ef til vill hefði jafnvel eigi þurft að setja skipið á sjó,
ef þeir hefði farið að Staðarbakka. þ»að er eigi heldr tiltök, að
sagan mjmdi kalla hann Bakka i öðru orðinu, þar sem annar bœr
var rétt fyrir utan, er hét svo; slíkt hefði verið mjög villanda.
Einhvern veginn öðruvís myndi þá til orða tekið. Enn Thorlacius
segir aftr rétt á eftir á sömu bls., að ísinn muni hafa legið út að
Purkey, sem liggr miklu utar og fram undan vel miðja, vega á
milli Staðarbakka og Kóngsbakka. þetta hefir með engu móti
þá getað verið þannig, þvíað það er beint á móti orðum sögunnar
„mjök svá at Bakka inum meira“, sem áðr er sagt. Eg skil því
ekki þessa meining Thorlaciusar, sem þó manna bezt hefir vit á
þessu, og enga nauðsyn ber heldr til að álykta þannig, enn auð-
vitað er, að ýmsu skiftir, hvernig ísinn getr legið á Hofstaða-
vog, eftir því sem frost eru mikil og aðrar ástœður. Enn að
öðru leyti enn þessu er eg Thorlacius samdóma í þessu máli.
Staðarbakki hefir og verið meiri jörð að hundraðatali enn Kóngs-
bakki, 30 hundruð, enn hin 16 hundruð. í jarðabók i6g8 er Stað-
arbakki og talinn 30 hundruð. Enn það, sem þó meira sannar,
er, að Staðarbakki er betri og meiri jörð í sér, enn Kóngsbakki,
það sem landjörðina áhrœrir, og hefir því í fornöld heitið með
réttu Bakki inn meiri. fað, sem segir um Staðarbakka í Grön-
lands hist. M. I 737, verðr að álíta á engum rökum bygt, þar sem
ástœður eru ekki tilfœrðar.
Síðan fór eg ofan að f»ingvölluin til að athuga hið forna
fjórðungsþing. Eyrb. s. segir, bls. 12 : „J’eir fœrðu þá þingit inn
i nesit, þar sem nú er. Ok þá er f>órðr gellir skipaði fjórðunga
þing, lét hann þar vera fjórðungsþing Vestfirðinga; skyldu menn
þangat til sækja um alla Vestfjörðu“. þetta er rétt tekið til orða
um þingfœrsluna frá þeim stað, sem þingið var áðr á. í túninu á