Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 50
50 orðin mjög fúin ; þó sást fyrir, hvernig þau höfðu legið. Leggr- inn var nokkurn veginn heill úr öðrum handleggnum og nokkuð af beinunum úr upplíkamanum, enn neðri partrinn allr fúinn, nema eitt bein nálægt hnéskelinni. Við vinstri hlið beinanna var mikil og löng rák í moldinni af ryði; enda mátti taka upp smáparta af ryði þessu; enn datt þó alt í sundr. Líka fanst þar nokkuð af tré, enn sem þó heldr eigi loddi saman. f>ar að auki var þar moldin víða grœnleit sem af spansgrœnu. þessi ryðrák í moldinni þykir mér líkast að verið hafi eftir sverð, er legið hafi við vinstri hlið, enda fleiri vopn. þar að auki fundust tvær glertölur litlar með gati, önnur þrískift, gul að lit; hún var lík þeim smátölum, sem fundust í Brúar- og Kornsárfundinum, sjá Árb. i. h. Hin var tví- skift eða sem tvær saman, lítil, úr bláu gleri, með gyltum röndum langs yfir. Gullið er eigi innlagt, að mér virðist, heldr líkast því sem lögð væri gullblöð utan á glerið ; engin er slík til hér á safn- inu. Gat var í gegn um hana. Ofan á brjóstinu á líkinu lá stór steinn og fieiri þar umhverfis, og haugrinn ofan þakinn steinum. Eg gróf hauginn ofan í möl og að innan hringinn í kring 18 fet í þvermál og á þriðju alin á dýpt, þar sem neðst var grafið. þá var kominn dagr að kveldi, og varð eg því að hætta að svo komnu. Mánudaginn 16. ágúst hafði eg og tvomenn f vinnu; laukeg þá við nyrzta hauginn um morguninn. Síðan byrjaði eg á haug þeim, sem næstr er vaðinu hinum megin götunnar; hóf eg að grafa vestan í hlið hans. þegar dró inn f hauginn, varð fyrir berghella slétt; þar niðr við helluna kómu í ljós tveir lærleggir af manni ; vóru þeir heilir að öðru enn því, að á þá vöntuðu köstin. þeir lágu samhliða með litlu bili á milli. Eigi var þar meira af manna- beinum, enn moldin var svört og grœnleit. þegar austar kom í hauginn, kómu í ljós hestsbein digr. Eg gróf umhverfis alt þetta, enn eigi fann eg nema stœrstu beinin. Hauskúpan var fúin, enn jaxlarnir vóru eftir, ákaflega stórir; hjá þeim lá stór beizlishringr, sem datt þó í sundr í fimm parta, er á honum var tekið; partana má leggja saman og sjá lögun hans. þar var fleira af ryðbútum, sjálfsagt úr járnmélunum. Líkami mannsins hefir snúið í útnorðr og landsuðr, höfuðið í útnorðr, og hestrinn til fóta eða sem and- fœtingr. Hestrinn hefir legið á hœgri hliðinni, enn þó ekki hring- aðr saman sem í hinum haugunum. Stórir steinar lágu þar, sem mannslíkaminn hefir verið, og hafa þeir legið ofan á honum. Stein- ar vóru og ofan á hestbeinunum. Eg lét grafa haug þenna hringinn í kring að innan 17 fet í þvermál. Slétt berghella er í miðjum haugnum og lágu þar hestbeinin á, sem áðr er sagt. Eg fann ekki meira, svo teljanda sé, í þessum haug. Síðara hluta dags var lokið við að rannsaka þenna haug. f>á tók eg til aftr við syðsta hauginn, sem eg hafði fyrst byrjað á,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.