Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 6
6 antil; hefir hann auðsjáanlega verið borinn þangað neðan úr fjöru. |>ar ofan til fann eg viðarkolaösku. Gólfið í tóttinni rannsak.aði eg mjög vandlega og sannfœrðist eg um, að hún hefir aldrei verið nokkurs konar peningshús eða rétt, eða heyhús, eða neitt þess kon- ar, þvíað hvergi fundust þar nein þess háttar merki af taði eða gólfskán, eða undanlás undan heyi. Hið sama gildir um tóttina á Rútsstöðum. J>etta hof i Ljárskógum er reyndar hvergi nefnt í sögum, enn það er svo víða í sögunum að höfuðhofin eru ekki nefnd eða hvar þau hafi verið, og þó vita menn með vissu, að þrjú vóru höfuðhof í hverju þingi, eins og eg hefi áðr tekið fram. f»ar á móti hefir nafnið haldizt, að tóttin er kölluð hoftótt og hefir verið kölluð svo í 400 ár eða meir, og eru sérstakar vissar sagnir fyrir því, að þetta nafn er enginn tilbúningr síðari tíma. þ>essar sagnir hafa haldizt í hinni svo nefndu Ljárskógaœtt, sem bjó mann fram af manni í Ljár- skógum í 300 ár eða meir. Jón Bergþórsson í Ljárskógum, sem eg talaði við í sumar er leið, og sem enn lifir, sagði mér þetta; hann er maðr greindr og minnugr og er nú 85 ára gamall, og hefir verið þar alla sína ævi. Bergþór faðir hans kom að Ljárskóg- 1788 og var þar til dauðadags. Hann keypti jörðina af síðasta ættmanni þessarar Ljárskógaættar, sem þar hafði búið, maðr eftir mann, og hann sagði Bergþóri, að hver hefði sagt öðrum, að þessi tótt væri gamalt hof1. J>egar nú hoftóttin í Ljárskógum er borin saman við lýsing- una á Kjalarnesshofinu, finst hér svo mikil líking á milli, að öll aðaleinkenni verða nálega hin sömu: fyrst þessi afar-mikla stœrð, og þó einkum breiddin ; hlutfall breiddar og lengðar er hér um bil hið sama á báðum hofunum, nema hvað Kjalarnesshofið er enn stœrra, nl. 100 fóta á lengð og 60 fóta á breidd. Afhúsið í Ljár- 1) Jón Pétrsson, forseti 1 yfirdóminum, hefir gert svo vel að gefa mér ættartölu þessarar Ljárskógaættar, og er hún þannig : nArnór Finnsson, sýslumaðr, bjó í Ljárskógum 14 85 og ef til vill fyrr, og átti jörð þá; hans dóttir Guðrún átti Loft í Ljárskógum, son Guðlaugs Loftssonar; Guðlaugr var fœddr hér um 1450. Son Guðrúnar og Lofts Arnór í.Ljárskógum, sýslumaðr í Strandasýslu; hans son Ásgeir í Ljárskógum; hans son Jón í Ljárskógum ; hans son Asgeir í Ljárskógum; af börnum hans lifðu sum fram yfir 1800, og seldu þau Ljárskóga*. Af einhverju þeirra keypti Bergþór Ljár- skóga, sem áðr er sagt. Af þessu sést, að þessar sagnir eru nú orðnar rétt við 400 ára gamlar. Hoftóttin í Ljárskógum hefir og verið mörgum kunn, því að Jón Berg- þórsson sagði mér, að allir ferðamenn, sem nokkuð hafa unnað fornfrœði og komið að Ljárskógum, hafi skoðað tóttina og mælt hana, og þótt hún all- merkileg, t. d. Steingrímr byskup o. fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.