Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 41
41 Af því að eg hefi hér að ofan minzt á hörga, og Njörðr sýnist hafa verið dýrkaðr í þeim ásamt hofunum, skal eg fara um þá fá- einum orðum samkvæmt þvi sem eg hefi áðr sagt í Árb., i. h., bl. 89—92. Eg get ekki hugsað mér, að neinum hefði getað kom- ið til hugar að hafa lýsingarorðið hátimbraðr um stall eða altari, sem hlaðið væri upp af torfi eða grjóti, þvíað það á þar alls ekki við og væri beinlínis villandi, og hœgt hefði verið, að hafa annað orð, sem ekki þurfti að misskilja. Að brenna hörga segði heldr eng- inn, ef hörgrinn hefði eigi verið úr tré, eða einhverju, því sem brunnið gat, heldr einungis úr almennu grjóti. Enginn getr sagt um grjóthrúgu, grjótbekk, grjóttótt þaklausa eða hlaðna úrtorfiog grjóti, eða grjótvörðu, eins og gerist, að þetta sé hátimhrað. þ>ó er það sagt um hörginn bæði í Hávamálum og Grímnismáium. þ>essi ágætu kvæði munu þó eigi vera eftir sama höfund, og er því ó- líklegt, að báðir höfundar kvæðanna hefði vilzt á þessu. Enginn landi; þeir langfeðgar vóru frændr Ingólfs ; hann fann fyrstr manna Ameríku, þegar hann ætlaði til Grœnlands að leita föður síns, sem hafði farið með Eiríki rauða, er hann fór að byggja Grœnland. Bjarni var utan, er faðir hans fór; enn enginn þeirra skipverja hafði komið í Grœnlandshaf. Lagði þá á þoku og norrœnu, og viltust þeir langt suðr í haf; enn er veðr birti og sól sá, sigldu þeir til baka og fundu þá lönd eða austrströndina á Ameríku; enn ekki kómu þeir þar á land. Leifr Eiríksson hinn heppni, sem og var fœddr og upp alinn á Islandi, eins og öll böm Eiríks rauða, fór síðan að leita landanna og fann Vínland og kannaði víða, og var þar einn vetr. Síðan fór porvaldr Eiríksson til Vínlands og féll þar í bardaga við skrælingja; enn skipverjar fóru aftr eftir að hafa verið þar einn vetr. porsteinn Eiríksson bjóst þá til Vínlands, enn varð aftrreka til Grœnlands. Síðan fór porfinnr karlsefni til Vínlands; hann var fœddr og upp alinn á íslandi og af ætt Höfða-þórðar. Hann hafði margt manna á skipi og kon- ur með og eitthvað af fénaði. Hefir hann líklega ætlað að byggja þar. Hann var þar einn vetr, enn fór í burt aftr af ófriði við skrælingja. Helgi og Finnbogi, íslenzkir menn og ættaðir af Austfjörðum, fóru síðan til Vín- lands og Ereydís Eiríksdóttir. þau höfðu konur með og tvö skip. þau vóru þar einn vetr; enn Ereydís réð þeim brœðrum bana og skipverjum þeirra, og fórst því fyrir að byggja landið. (Eiríks saga hins rauða og þor- finns saga karlsefnis i Orönlands historiske Mindesmærker, 1. b)% þannig vóru þá farnar sex ferðir til Ameríku, það menn vita, af fornum íslending- um í endi tíundu aldar og byrjun elleftu aldar; enn eigi tókst að byggja þar, að því er sögur fara af greinilega, sökum ófriðar við skrælingja. Ari son Más á Eeykhólum varð og sæhafi til Hvítra manna lands, og náði eigi þaðan brott að fara; enn var þar vel virðr, Ln. 2. p., 22. k., 129. bls. Mest er þó vert um, sigling Guðleifs, sonar Guðlaugs hins auðga úr Straumfirði. Hann fór frá Islandi kaupferð til Dýflinnar á írlandi; enn er hann fór til baka, fékk hann austanveðr og la"ndnyrðinga, og rak langt vestr í haf til Ameríku, og sigldi þaðan til Dýflinnar áýrlandi um haustið, Eyrb. s., 64. k., Leipzig 1864, 119.—122. bls. Frá Irlandi hinu mikla til Dýflinnar á Irlandi er hátt á áttunda hundrað mílna, og hafi hann siglt þaðan eða þar á milli, er það hin mesta sigling, er menn vita til að nokkur maðr hafi siglt, áðr enn compás var fundinn, þegar fara skal yfir reginhaf. 3 b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.