Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 16
i6 heim, er Eyrbyg'g'jas. segir: „Umhverfis stallinn var goðunum skip- að í afhúsinu“. f>á verða stallarnir og goðin beint á móti, þegar gengið er inn í afhúsið t. d. í Ljárskógahofinu, þar sem dyrnar eru út úr miðjum gafli, enn á hinum í horninu við gaflinn. Eg held þetta verði eigi hugsað á annan hátt eðlilegra, bæði sam- kvæmt lýsingum í sögunum og því, sem enn er framkomið við rannsóknirnar. #ok stóð þar stalli á miðju gólfinu sem altari ok lá þar á hringr einn mót- lauss tvíeyringr, ok skyldi þar at sverja eiða alla; þann hring skyldi hofgoði hafa á hendi sér til allra mannfunda«. Enn handritin neðanmáls úr B- flokknum hafa: gullhringr Bb, tvítogeyringr Ba; XX. eyringr Bb. þessi staðr í textanum í Eyrbyggja s., Havniae 1787, bls. 10, er alveg eins og í yngri útgáfunni, nl. þar stendr »tvleyringr«, enn neðanmáls hafa 6 hand- rit X.eyringr, og eitt handrit hefir IX.eyringr. þessi staðr er líkr 1 Melabók, Ln. bls. 334 og 335 eins og í báðum útgáfunum af Eyrbyggjasögu. Eg held nú, að tvítugeyringr sé réttara enn tvleyringr, og að stallhringrinn í þórsneshofinu og jafnvel í öðrum höfuðhofum hafi verið tvítugeyringr, þ. e. vegið tuttugu aura eða fjörutíu lóð, enn ekki verið tvíeyringr, þ. e. vegið tvo aura eða fjögur lóð, og þar með, að sllkir hringar hafi verið úr gulli; reyndar stendr í Kjalnesingas., bls. 403: »af silfri«, enn eitt handrit neðanmáls hefir þar á móti »gulli« og annað »gulli ok silfri«. Eitt hr. af Eyrbyggjas. hefir og »silfrhringr«, bls. 6, neðanm. Sjaldan er talað um arm- hringa af silfri; eg man einungis eftir því á einum stað, Laxdœlas., bls. 274, að þórsteinn svarti, sem kallaðr er »búandligr« hafði silfrhring á hendi. Allir armhringar, sem nefndir eru í sögum og höfðingjar áttu, vóru úr gulli; og vógu líka miklu meira enn tvo aura, og sumir svo margfalt meira. Eg skal hér nefna til nokkura hringa, sem talað er um, hvað vógu, í sögum vorum: gullhringrinn, er Sigtryggr konungr gaf Gunnlaugi Orms- tungn að kvæðislaunum vó mörk eða 16 lóð, Isl. Kh. 1847, bls. 230. Gull- hringrinn Hákonamautr, er Höskuldr gaf Ólafi Pá syni sínum á deyjanda degi vó mörk, Laxd., bls. 102. Gullhringrinn, er Sveinn konungr gaf þor- leifi jarlaskáldi, vó mörk, Ems. 3. b., bls. 93. Gullhringar þeir tveir, er Egill þá að kvæðislaunum af Aðalsteini konungi og sem Egill gaf Arinbimi, vógu hvor mörk, Egilss. Bv. 1856, bls. 117. Gullhringrinn, er Flosi gaf Eyjólfi Bölverkssyni »tók tólf hundruð mórencbt, Njálss., bls. 742, k. 138i2s. Gullhringrinn, Sótanautr, er Hörðr átti, er þó látinn vera þessa beztr, því að sagt er, að enginn jafngóðr hafi komið til íslands, Isl. 2. b., bls. 48; enn þessir allir áðrtöldu hringar kómu hingað til íslands. Eg skal og geta þess, að líka er talað um gullhringa, sem ekki vógu eins mikið og þessir, t. d. hálfa mörk eða fjóra aura, þ. e. átta lóð, og líka 6 aura eða 12 lóð; enn þar á móti er víða talað um gullhringa »mikla, góða og digrcu, enn ekki ákveðið, hvað þeir vógu. Gullhringrinn, sem Vikar konungr gaf Starkaði gamla, erkallaðr »þrlmerkingingr« 1 Vikarsbálki Fornaldars. 3. b., bls. 31; sá hringr hefir því vegið þrjár merkr eða tuttugu og fjóra aura. þ. e. fjöratíu og átta lóð. Nú er þó enn eftir, það sem segir 1 Baugatali og sem er einna merk- ast, Grágás Kb., 113. kap., 193. bls.: »Fiorir ero lavgbavgar. Einn er þrimerkingr. Annarr tvitogavre. þriði tuimerkingr. Fiorðe tolfeyringr«. Eg verð því að álíta það lítt hugsanda, að stallhringarnir 1 höfuðhofunum hafi verið örverpi allra þessara hringa; það kœmi ekki vel heim við alt það skraut, sem bæði var á goðunum og 1 hofunum, eftir því sem sögumar segja frá. Landnámabók segir, bls. 313, að Ketilbjörn at Mosfelli hafi boðið sonum símnn að slá þvertré af silfri 1 hofið, þvíað hann var svo auðugr af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.