Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 88
88 þýft i kring' um^flötina, og tóttin því verið sléttuð, og nokkuð í þá líking að löguninni til, sem hún hafði verið upprunalega, enn sléttað nokkuð stœrra-svæði. í túninu fyrir utan og neðan bœinn var tótt kringlótt, sem kölluð var hoftótt. Yfir hana hefir nú verið sléttað ekki alls fyrir löngu, svo að engin sjást merki. Nokkuru neðar í túninu er lítill uppmjór hóll eða stór þúfa, sem nú er kall- aðr þorgerðarhóll. þar í á þorgerðr móðir þeirra Höskuldar og Rúts að vera lögð, og vel má vera, að svo sé ; eg hafði jafnvel ætlað, að kanna hólinn, þegar eg væri búinn á Rútstöðum; enn það fórst fyrir vegna tímaleysis. Fyrir utan bœinn á Höskulds- stöðum er lítill lœkr, sem rennr i mjög djúpum farvegi, og nær túnið út að honum. Upp frá lœknum er auðsjáanlega sú „tún- brekka^, sem Laxd. s. nefnir, bls. 36, þar sem Melkorka sat og talaði við Olaf son sinn um morgun, þegar Höskuldr kom að þeim. í brekkunni er fallegt, og sést ekki þangað frá bœnum. Á Hösk- uldsstöðum fékk eg gamalt vígsluvatnsker úr leir, með rósum, um 200 ára gamalt eða meir. Áðr enn eg skilst hér við, verð eg að minnast á Melkorku- staði. það nafn er nú týnt. Sumir hafa haldið, að þeir hafi verið þar sem nú er Saurastekkrinn sunnan til við Laxá, skamt upp frá sjónum (sjá Safn til s. ísl. 2. b., bls. 569), og að Melkorka sé heygð í hólnum, þar fyrir neðan, sem er nær niðr á sjóarbakka, og nú er kallaðr Melkorkulióll. þetta hvorugt getr átt sér stað, þar sem sagan segir með ljósum orðum, að Höskuldr hafi fengið Melkorku bú „U])pi í Laxárdal11 Laxd. s. 36. þ>etta „uppi“ er engin ritvilla fyrir „niðr“, eins og þar er getið til1, enda myndi öðruvís tekið til orða, hefði þetta verið nær niðr við sjó; J>orbjörn skrjúpr hefði þá ekki heldr, fremr öðrum, sem nær bjuggu, orðið til þess, að veita umsjá um bú Melkorku, Laxd. s., bls. 68, þar sem hann bjó langt fram í Laxárdal á Lambastöðum, sem er bœr fyrir framan Goddastaði, enn hitt miklu nær Höskuldsstöðum. Líka sést það á öllum anda sögunnar um þetta efni, að Melkorka bjó nálægt þorbirni, og þar að auki á því, að Höskuldr segir við Melkorku, þegar hann fékk Olafi fóstr á Goddastöðum: „en þú mátt hitta hann ávalt. er þú vilt“, bls. 52. þannig myndi ekki sagt, ef langt hefði verið í milli. Melkorkustaðir hafa því verið einhvers staðar frammi í Laxárdal, ekki langt frá Lambastöðum fyrir sunnan Laxá. þar sem nú sagan segir „þar er nú auðn“, bls. 36, geta tóttirn- ar verið orðnar nokkuð ógreinilegar, hafi annars ekki verið eitthvað bygt ofan í þær, t. d. stekkr eða byrgi, eða þá, að þar hafi verið 1) þar segir líka, að víða megi rekja spor tilmisritana í Laxdœla s., «svo sem um Kjartanssteininn í Svínadal«. Ekki hefieg orðið var við mikið af þess konar. Með Kjartansteininn er engin ritvilla, eins og eg hefi sýnt hér að framan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.