Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 14
14
má og, að skilveggrinn upp af stallinum hafi einungis verið úr þili.
í hverju hofi eða í afhúsinu vóru tveir stallar, annar, sem goðin
stóðu á, og hinn, sem þar stóð frammi fyrir, sem síðar skal gerr
sagt. Að goð stóðu á stalli, er víða tekið fram. Hkr. bls. 184:
Olafr konungr hóf upp refði gullbúit, er hann hafði í hendi, ok
laust þ>ór, svá at hann féll af stallinum. Síðan hljópu at konungs-
menn ok skýfðu öllum goðunum af stöllunum". Eins er í Fms.,
2. b., bls. 45, og bls. 108 : Tók jarl þá silfr mikit og lagði á fót-
stallinn fyrir hana“ ; enn fremr bls. 154: „oftlega greip hann til
þeirra ok svipti þeim af stöllunumLl; enn fremr bls. 163: „hann
gékk inn ok skýfði goðin af stöllunum“. í Flateyarb. 1. b., bls.
401, segir og, að Ólafr konungr „hjó niðr goðin af stöllumini'''.
Fms., 10. b. Ól. Trs. bls. 255 : „Kappinn Alpin sat á stóli virði-
lega búinn með hinum dýrstum pellum oc gulli oc gimsteinum, því
lícast sem scurðgoð væri sett d stallu. í Harðars. segir, þegar Grím-
kell goði kom í hofið að Ölfusvatni, ísl. s., 2. b., Kh. 1847, bl. 59:
„þ>á vóru goðin í busli miklu og burtbúningi af stnllunum'í. jpetta
alt er þá sönnun fyrir þeim stalli, er goðin stóðu á. Um stallinn,
sem var frammi fyrir goðunum, er glögt sagt í Eyrb.; sjá Arb., 1. h.,
bls. 83: „Innar af hofinnu var hús í þá líking sem nú er sönghús
í kirkjum, og stóð þar stalli á miðju gólfinu sem altari“. Nákvæm
lýsing á þessum stalli er og í Melabók, Ln. bls. 336: „þ>essi goð
stóðu á stalli eða hávum bekk; frammi fyrir þar stóð stalli með
miklum hagleik ok þiljaðr ofan með járni; þar skyldi á vera eldr,
sá er aldri sloknaði; þat kölluðu þeir vigðan eld; á þeim stalli
skyldi og standa bolli mjök af kopar; þar skyldi í láta blóð þat
alt1, sem kœmi af fé því er þar var til gefit“. í þessum tveim
hofum, sem siðast hafa verið rannsökuð, hefir enginn verulegr vottr
fundizt þess stalls, er stóð frammi fyrir goðunum; við því er heldr
ekki að búast. J>ar sem segir, að þessi stallr, er stóð á miðju gólf-
inu, hafi verið gerðr „með miklum hagleik“, er auðvitað, að hann
mun ekki hafa verið hlaðinn úr grjóti á sama hátt sem hinn, eða
á sama hátt sem venjulega er hlaðinn grjótstöpull, þvíað á þann
hátt verðr engum verulegum hagleik komið við. Auk þess
hefir hér hvergi fundizt enn, svo eg viti, vottr þess, að forn-
menn hafi viðhaft í þann tíð höggvið grjót og límt, eins og tekið
er fram í Árbókinni í fyrra. þ>að er enn fremr tekið fram, að
þessi stallr var „þiljaðr ofan með járni“, sem auðvitað er að gert
hefir verið til þess að á því skyldi brenna vígði eldrinn. Hefði
stallrinn verið úr höggnu grjóti sléttu og samanfeldu, þá hefði sannlega
ekki þurft að þilja hann ofan með járni. Eigi mun heldr stallrinn
1) Bg hefi getið þess í Árb., 1. h., bls. 82-83, að alt blóð fórnardýranna
hefir ekki getað verið látið í hlautbollann, enda^er það Melabók ein, sem
segir »blóð þat alt«, enn eigi Eyrbyggjas. Sjá Árb. 1. h., bls. 83.