Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 30
30
nökkur til heiðinna landa. Svá var heitit stofnat, at þeir skyldu
gefa fé og þriggja sálda avl Frey, ef þeim gæfi til Svíþjóðar, en
þ>ór eða Óðni, ef þá bæri aptr til íslands1 11. Sáld er drykkjarílát,
sem drykkr er geymdr í, og einhver viss mælir, enn hvé stór, verðr
eigi hér af séð. Menn vita að eins, að sex mælar vóru í sáldi, Nor-
ges gamle Love, 2,166, Landslög 8,29'. þ>ó mun það hafa verið
nokkuð stórt, eftir því sem sagt er um J>ór í Hamarsheimt, 24. er.:
Einn át oxa,
átta laxa
krásir allar,
þær er konur skyldu;
drakk Sifjar verr
sáld þrjií mjaSar.
J>að er auðvitað, að þ>ór hefir þurft mikinn drykk, þar sem hann
át heilan uxa o. s. frv.
jpegar þannig var heitið á guðina, er það líklegt, að menn hafi
sjálfir drukkið drykkinn til heiðrs guðunum, þannig að menn hafi
sezt við drykkju og drukkið upp hinn ákveðna drykk, sem guðin-
um var heitið, og signað hann guðinum, eða þá, að menn hafi gefið
drykkinn til hofanna, þar sem blótveizlur skyldu vera, þar sem
drykkrinn var svo mikill, með því skilyrði að signa hann þeim guði,
er á var heitið.
Ásunum þótti og gott að drekka, eins og sést af Ægisdrekku.
Óðinn sjálfr lifði af tómu víni; sjá Grímnismál, 19. er.:
en við vín eitt
vápngöfugr
Óðinn æ lifir.
7. er. segir og:
þ>ar þau Óðinn ok Sága
drekka um alla daga
glöð ór gullnum kerum,
Öllum er og kunnugt um hina stórkostlegu drykkju f>órs hjá Ut-
garðaloka.
Steinunn móðir Skáld-Refs segir, að f>ór hafi valdið því, að skiþ
f>angbrands tók út úr Hítará af ofviðri og brotnaði, hún kvað:
„f>órr brá j>vinnils dýri
j>angbrands ór stað lango,
hristi blakk ok beysti
brands, ok laust við sandi o. s. fr.
Byskupasögur, I. 15, Kristni s. 8. kap.
1) Keyser segir, að eitt sáld hafi verið hér um bil eins og ein tunna,
Efterl. Skr. III. 339.