Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 44
44
ar dregr upp til fjallsins, eru grasbrekkur nokkurar, og þar neðan
til eru móar og hár þúfnareitr grœnn; stórar þúfur á einum stað,
og mjög ólíkt því sem þar er í kring, enn líkast því, sem oft sést
eptir mjög gamlar tóttir; enn þetta er orðið svo ógreinilegt, að með
engu móti verðr ráðið neitt um lag á því; en hitt verðr sagt með
vissu, að þar hefði getað verið einhver bygging. J>etta er hér um
bil fimmtíu faðmar upp frá borginni. þar er sléttr melr, sem gat-
an liggr yfir. A þessum stað er bæði fallegt og liggr hæst, sem
fyrr segir.
Hér er nú ekki um að villast; annaðhvort hefir hörgrinn eða
hofið verið á þessum stað, eða þá upp á borginni, enn hvergi ann-
ars staðar nálægt Krosshólum. Hafi hörgrinn verið uppi á borg-
inni, hefir hann hlotið að vera af tré, annars yrði að sjást einhver
merki hans. Menn hafa þó að likindum ekki lagt meiri stund á
að eyðileggja hörgana, sem oft sýnast hafa verið hafðir úti á víða-
vangi (þetta er til dœmis langt frá bœjum), enn hoftóttirnar, sem
vóru í túnunum við bœina, og sem hœgt var að slétta yfir, ef menn
hefði viljað. Mér hefir jafnvel komið til hugar, að þetta litla vörðu-
brot, sem er uppi á borginni, kynni að vera leifar af hörgnum,
enn hvernig var þá, efhörgrinn hefði einungis verið stallr eða altari
eða eitthvað af því, sem áðr er nefnt, hœgt að segja: ,,f>ar var
fórðr gellir leiddr í“, hvort sem menn skilja orðin: „þar í“ um
hólana eða hörginn?
Eg skal og geta þess hér, að eg hefi fundið hér á landi tvenns
konar tóttir, sem kallaðar eru hof; aðrar eru þær, sem eg hefi
þegar rannsakað og lýst, enn hinar eru þeim ólíkar að lögun. f>ær
eru nl. kringlóttar og einungis eitt hús ekki skift f sundr, og standa
einstakar. Ein af þessum tóttum er á Brúsastöðum í f>ingvallar-
sveit og stendr þar í túninu austr frá bœnum í svo nefndri Hof-
kinn. Tóttin er kölluð Hoftótt og er kringlótt eða sporöskjumynd-
uð; hún er 60 fet í þvermál (utanmál) á lengra veginn, enn 40 fet
á hinn. Veggir eru ákaflega þykkir og vallgrónir, sjá Árb. 1. h.,
bl. 21—22. þ>ar sem nú tóttin er kölluð Hoftótt, og Hofkinn þar
sem hún stendr, þarf varla að efast um, að hún hefir verið einhvers
konar blóthús; enn hana þyrfti að rannsaka. Á Brúsastöðum er
líka til bollasteinn, eða einn af þeim, sem kallaðir eru blótsteinar;
hann er þar í vegg, enn mér var ekki sagt til hans, þegar eg var
við rannsóknina á þingvelli 1880. Onnur tótt er þó miklu ein-
kennilegri enn þessi. Hún er í Ytra-Fagradal á Skarðsströnd við
Breiðafjörð. Ytri Fagradalr er landnámsjörð. þar bjó Steinólfr hinn
lági son Hrólfs hersis af Ogðum í Norvegi, smb. Lnb., bl. 126, og
Gullþórissögu, Leipz. 1858, bl. 43 og 44. Tóttin er mjög vallgróin og
stendr niðri á fjárhústúninu neðst út við gilið, þar á eggsléttri flöt
eða fram á horninu á túninu, rétt fyrir neðan svo kallað Horn-