Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 44
44 ar dregr upp til fjallsins, eru grasbrekkur nokkurar, og þar neðan til eru móar og hár þúfnareitr grœnn; stórar þúfur á einum stað, og mjög ólíkt því sem þar er í kring, enn líkast því, sem oft sést eptir mjög gamlar tóttir; enn þetta er orðið svo ógreinilegt, að með engu móti verðr ráðið neitt um lag á því; en hitt verðr sagt með vissu, að þar hefði getað verið einhver bygging. J>etta er hér um bil fimmtíu faðmar upp frá borginni. þar er sléttr melr, sem gat- an liggr yfir. A þessum stað er bæði fallegt og liggr hæst, sem fyrr segir. Hér er nú ekki um að villast; annaðhvort hefir hörgrinn eða hofið verið á þessum stað, eða þá upp á borginni, enn hvergi ann- ars staðar nálægt Krosshólum. Hafi hörgrinn verið uppi á borg- inni, hefir hann hlotið að vera af tré, annars yrði að sjást einhver merki hans. Menn hafa þó að likindum ekki lagt meiri stund á að eyðileggja hörgana, sem oft sýnast hafa verið hafðir úti á víða- vangi (þetta er til dœmis langt frá bœjum), enn hoftóttirnar, sem vóru í túnunum við bœina, og sem hœgt var að slétta yfir, ef menn hefði viljað. Mér hefir jafnvel komið til hugar, að þetta litla vörðu- brot, sem er uppi á borginni, kynni að vera leifar af hörgnum, enn hvernig var þá, efhörgrinn hefði einungis verið stallr eða altari eða eitthvað af því, sem áðr er nefnt, hœgt að segja: ,,f>ar var fórðr gellir leiddr í“, hvort sem menn skilja orðin: „þar í“ um hólana eða hörginn? Eg skal og geta þess hér, að eg hefi fundið hér á landi tvenns konar tóttir, sem kallaðar eru hof; aðrar eru þær, sem eg hefi þegar rannsakað og lýst, enn hinar eru þeim ólíkar að lögun. f>ær eru nl. kringlóttar og einungis eitt hús ekki skift f sundr, og standa einstakar. Ein af þessum tóttum er á Brúsastöðum í f>ingvallar- sveit og stendr þar í túninu austr frá bœnum í svo nefndri Hof- kinn. Tóttin er kölluð Hoftótt og er kringlótt eða sporöskjumynd- uð; hún er 60 fet í þvermál (utanmál) á lengra veginn, enn 40 fet á hinn. Veggir eru ákaflega þykkir og vallgrónir, sjá Árb. 1. h., bl. 21—22. þ>ar sem nú tóttin er kölluð Hoftótt, og Hofkinn þar sem hún stendr, þarf varla að efast um, að hún hefir verið einhvers konar blóthús; enn hana þyrfti að rannsaka. Á Brúsastöðum er líka til bollasteinn, eða einn af þeim, sem kallaðir eru blótsteinar; hann er þar í vegg, enn mér var ekki sagt til hans, þegar eg var við rannsóknina á þingvelli 1880. Onnur tótt er þó miklu ein- kennilegri enn þessi. Hún er í Ytra-Fagradal á Skarðsströnd við Breiðafjörð. Ytri Fagradalr er landnámsjörð. þar bjó Steinólfr hinn lági son Hrólfs hersis af Ogðum í Norvegi, smb. Lnb., bl. 126, og Gullþórissögu, Leipz. 1858, bl. 43 og 44. Tóttin er mjög vallgróin og stendr niðri á fjárhústúninu neðst út við gilið, þar á eggsléttri flöt eða fram á horninu á túninu, rétt fyrir neðan svo kallað Horn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.