Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 2
2
kemst hún víða enn betr að orði og réttara; þó er einkannlega eitt
atriði í þessari sögu, þar sem eigi verðr betr séð, en minni sagan
sé réttari, sem síðar skal sagt verða, og á einstaka stað getr það
komið fyrir í smávegis. Enn er til ein útgáfa af Gísla sögu Súrs-
sonar, löngu áðr gefin út af Birni Markússyni, prentuð á Hólum
1756. þessi saga á kyn sitt að rekja til skinnbókarinnar 556 (sjá
formálann fyrir Kh, útg. bl. II.), enn er orðin nokkuð aflöguð, af
því að hún er prentuð eftir lélegu handriti, sem eigi er ritað bein-
línis eftir skinnbókinni, heldr liggja fleiri liðir milli þess og henn-
ar, og ef til vill hefir ritarinn haft hliðsjón af öðru mismunandi
handriti eða handritum; þó má nota hana til samanburðar á ýms-
um stöðum. Eg hefi farið eftir því í öllum þessum útgáfum, sem
réttast og sannlegast er að orði komizt, samkvæmt rannsóknunum,
og kemr þá fram ein heild, sem sýnir hið rétta, og að Gísla saga
Súrssonar er ein af vorum áreiðanlegustu og beztu sögum, eins og
rannsóknirnar sýna og nú skal sagt verða.
Eg fór af stað úr Reykjavík 2. júlí um morguninn með gufu-
skipinu Valdemar, og var ferðinni fyrst heitið til Onundarfjarðar eða
ísafjarðar; skipið stóð við litla hríð í Stykkishólmi, Flatey, Dýra-
firði og Onundarfirði, enn með því að þar voru svo mikil veikindi
af mislingasóttinni, er þá gekk sem óðast um Vestfirði, þá fór eg
til Ísaíjarðar til að bíða eftir, að eitthvað umhœgðist, og kom þar
priðjudaginn, 4. júlí\ notaði eg tímann, se'm eg gat, til að spyrjast
fyrir um gamla hluti; enn ekki var þar mikið að fá, því að alt var
orðið „upp urið“ af útlendingum. Á ísafirði var eg þangað til eg
fékk betri fréttir úr Onundarfirði, og fór þaðan sunnudaginn, 9.júlí,
yfir Breiðdalsheiði og á Flateyri; var þar um nóttina.
Hér kemr þá undir eins til Gísla sögu Súrssonar mns.1 bl. 12,
þegar austmennirnir komu út í Dýrafirði, og þorgrímr goði á Sæ-
bóli keypti viðinn og sendi þórodd sonsinn að telja, enn austmenn-
irnir vógu hann og fóru síðan leið sína til Skutilsfjarðar, og ætla
til vista á Eyri\ þeir áðu og höfðu dagverð í dal þeim, sem gengr
af Skutilsfirði, og fóru síðan að sofa. þegar þorgrímr fréttir þetta,
lætr hann flytja sig yfir Dýrafjörð og ríðr eftir austmönnunum einn
saman, kemr að þeim, þar sem þeir lágu og sváfu, og drap þá báða,
„þar heitir nú Dögurðardalr ok AustinannafaH“. Upp frá Skut-
ilsfirði gengr dalr til útsuðrs, sem liggr upp til Breiðdalsheiðar;
heitir hann enn í dag Dagverðardalr, og upp í dalnum, þar sem
hann fer að hækka, heitir og enn Austmannafall að vestanverðu við
götuna; annað Austmannafall er nú og kallað litlu neðar, þar er
hæð eða brekka. Hið efra Austmannafall er að minni ætlun hið
1) Eg merki sögurnar þannig: mns. = hin minni sagan, ms. = hin
meiri sagan. Hút. = Hólaútgáfan.