Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 45
45
fyrst verð eg að lýsa þeim stöðum í Geirþjófsfirði, er eg fann, svo
að betra yfirlit verði yfir þá í heild sinni.
þ>egar sögurnar fyrst nefna kleifarnar og fylgsnin, þá segir
ms. bl. 125 : „Ok eptir þat var hann (Gísli) í Geirþjófsfirði, stund-
um á bœ þeim, er Auðr réð fyrir, en stundum var hann i fylsni
því, er hann hafði gert sér ; þat var fyrir norðan ána ; en annat
fylsni átti hann fyrir sunnan ána við kleifarnar; ok var hann
þar ýmist“. þ>etta er í alla staði rétt orðað, samkvæmt þvi, sem
það reyndist við ransóknirnar; fylgsnið er beinlínis fyrir sunnan
ána upp við kleifarnar, enn hitt fyrir norðan ána, enn miklu lengra
frá henni, sjá pl. II. mynd 1. Mns. bl. 40 segir: „Eptír þetta er
hann stundum í Geirþjófsfirðe á bœ Auðar, enn stundum í fylsn-
um, fyrir sunnan ána, er hann hafðe gjört sér; annat fylsni átte
hann við kleifarnar, suðr frá garðe, ok var hann ýmist“. þ>essi
staðr sýnist vera eitthvað aflagaðr, því ekki er hér nærri eins
rétt að orði komizt; það getr reyndar verið, að Gísli hafi átt fleiri
fylgsni fyrir sunnan ána, enn þá er það fyrir norðan ána ekki
nefnt. Suðr frá garði (Auðarbœ) eru strangt tekið engar kleifar,
og ekkert fylgsni; suðr að ánni eru að eins fáir faðmar og slétt
eyri, enn meininguna má þó að vísu skilja, þegar maðr veit það
sanna áðr, því ekki er langt upp undir kleifarnar að fylgsninu og
það er nærfelt í landsuðr; báðar sögurnar kalla það og síðar suðr;
rétt er að kalla það til suðrs, sem er fyrir sunnan á; með átt-
irnar vóru fornmenn stundum ekki svo nákvæmir, eins og eg hefi
áðr oft sýnt. Enn betr hefði farið að miða þetta við ána eins og
Ms. gerir, heldr enn við bœinn.1 Hút, bl. 256, er, eins og vant
er, sem líkust Mns.; þó skilr hana einungis í þvi, að hún hefir:
„enn Stundum í Fylgsni fyri Sunnan Ána“. Fyrst hún nefnir ekki
nema eitt fylgsni fyrir sunnan ána, eða „fylgsni" fyrir „fylgsnum“,
fyrir utan það, sem er við kleifarnar, mætti geta til, að þetta væri
réttara enn í Mns., og að í báðum þessum útg. ætti að standa:
„fylgsni fyrir norðan ána“, nefnil. að sunnan væri ritvilla fyrir
norðan, og þá að einnig ætti að standa: „suðr frá ánni“, í stað-
inn fyrir : „suðr frá garðili. f>á yrði þetta samkvæmt Ms., sem
•Icemst hér svo vel að orði sem bezt má vera.
Upp með ánni að sunnanverðu vóru kleifarnar, nær í land-
suðr frá bœnum, sem fyr segir, og blasa þær við; £>etta er snar-
1) þetta dœmi sýnir meðal annars, hvað valt það getr stundum verið,
að byggja einungis á orðfœri eða lestrarmáta, þó skinnhandrit sé, enn hafa
annaðhvort als ekki komið á staðinn, sem um er að rœða, eða þá hafa ekki
nœga þekkingu á honum; skinnh. geta stundum líka verið orðin aflöguð í
afskriftum. þó pappírsh. sé, kann það að vera komið af góðri og gamalli
skinnbók, og getr verið nákvæmlega afskrifað. Mns. er þó ágætt handr. í
heild sinni, þó smágallar kunni að finnast, eins og komið getr fyrir í vor-
um vönduðustu ritum jafnvel.