Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 58
58
taka upp allan kaflann orðrétt úr sögunni, því hún er samhljóða í
aðalefninu, enn einungis sýna þá staði, er hún segir réttara
og enn nákvæmara frá, að því er við kemr ransókninni eink-
annlega.
J>egar þau Gísli gengu frá bœnum til fylgsnisins undir kleif-
arnar suðr, og hann risti rúnirnar á keflið, þá segir bl. 154 : „ok
falla niðr spænirnir um leiðina“; hún bœtir við „um leiðina“;
þetta gerir nú lítið til, enn vera má, að þeim Eyólfi hafi og orðið
þetta til leiðarvísis, ásamt döggslóðinni, og því sé þetta einkann-
lega tekið fram. Bl. 155 segir: „£>eir Eyólfr ganga nú upp at
kleifunum11. þ>etta er réttast til orða tekið, því lengra komust þeir
ekki fyrst um sinn enn upp að berginu, enn um þau Gísla segir
hún áðr, að þau gengu „upp á kleifarnar, þar sem þeim þótti
bezt vígit“. Um njósnar-Helga segir og bl. 156 : „Ok er hann
ræðz upp í kleifarnar“, þ. e. upp í skarðið, því ekki hefir Gísli
beðið eftir því, að hann kæmist alveg upp. þ>að verðr ekki séð
af ms„ hvort Eyólfr komst upp „annarstaðar“. pað er því einungis
ms., sem gerir mun á þessu tvennu : „upp á kleifarnar“ og „upp
í kleifina11. J>etta er og allra nákvæmast, og sýnir mikinn kunn-
ugleika söguritarans á staðnum. Ms. bœtir því við um Einhamar:
„pat er gott vígi“. þ*etta er og rétt sagt, samkvæmt lýsingunni á
hamrinum hér að framan. Enn fremr segir bl. 157: „Maðr er
nefndr Sveinn, er nú réð fyrstr upp í hamarimi at honum“. þetta
er enn nákvæmast að orði komizt, því hér er talað um skorina
eða gjána upp í klettastandinn. Nú þegar Gísli hafði kveðið vís-
una, þá segir bl. 157—158: „þ>essi var hin sízta vísa hans. Ok
þegar jafnskjótt er hann hafði kveðit vísuna, hleypr hann ofan
fyrir skorina ok keyrir sverðit fyrir brjóst f>órði, frænda Eyólfs,
ok fær hann þegar bana“ o. s. fr. J>etta er lang réttast að orði
komizt, þar sem Gísli gat hvergi komizt niðr af klettastandinum,
nema ofan skorina ; mns. hefir blátt áfram „ofan af hamrinum“,
sem fyr er sagt. Enn fremr segir ms.: „f>eir drógu hann síðan
ofan á jöfnu, ok tóku af honum sverðit, ok götva hann þar í
grœntóinne“. Mns. hefir „f grjótinu“, sem fyr segir. þ>að er að
vísu ekki allhœgt að segja með vissu, hvort réttara kann að vera,
enn þar sem báðar sögurnar segja, að þeir drógu hann ofan, þ.
e. frá berginu, þar sem Gfsli hefir legið fallinn, og þar sem lausa-
grjótið er, þá sýnist mér, að það sem ms. segir muni réttara ; því
einmitt á þessum stað, niðr frá hamrinum að innanverðu, og litlu
innar enn niðr frá skorinni, er lítill grasblettr, og sá eini, sem þar
er til; fyrir utan hann er sú litla urð, sem eg hefi áðr nefnt, með
niðrsokknum steinum og skógarhríslum upp úr; enn bæði fyrir
innan og neðan tekr við skógrinn ; þessi grasblettr er lítill um-
máls, og rétt kallaðr græntó ; hér kemr því enn fram sá nákvæm-