Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 44
44
ari húsaskipun hefir Gísli ekki þurft á að halda, og ekki getað
heldr komið því við á þessum eyðistað. Hér í Botni er ekki mikið
um stórkostlegar húsagerðir frá seinni tímum; ekki eru hér nein-
staðar gamlar tóttir, það eg varð var við, nema á einum stað, og
skal þess síðar getið. fegar Gísli kemr fyrst 1 Geirþjófsfjörð, segir
Mns. bl. 38: „Ok býst hann þar um, ok gjörir þar alhýsi, ok er
þar um vetrinn“. Og bl. 40 er talað um bæ Autfar. Ms. bl. 124
hefir á fyrra staðnum: „býst hann þar um“, og á síðara staðnum
bl. 125: „stundum á bœ þeim, er Auðr réð fyrir“. Mns. segir bl.
57) Þe8'ar synir Vesteins komu í Geirþjófsfjörð: „feir koma þar
um nótt, ok drepa á dyrr. Auðr gengr til hurðar, ok heilsar þeim,
ok spyr tíðinda — enn Gfsli lá í rekkju sinni ok var þar jarðhús
undir niðri, ok beinde hón raust þegar. ef hann þurfte at varast“.
Ms, bl. 143—144: „þ>eir koma þar um nótt ok drepa á dyrr, ok
gengr Auðr til dyra ok heilsar þeim vel ok spyrr þá tíðinda. Var
hón því opt vön, at hón gekk út, en Gfsli lá f rekkju sinne, er
honum var sökótt, ok mátti ógerla vita, hvaðan eðr hverir komu;
ok var jarðhús undir rekkjonne; beindi hón þá raust, ef hann þurfti
at varaz“. Helzt lftr út fyrir, að miðtóttin hafi verið svefnhúsið,
og undarlega var grundvöllrinn þar siginn niðr í miðjunni, sem fyr
segir ; þar kynni jarðhúsið að hafa verið undir. Engar dyr sáust
á þessari tótt, eins og myndin sýnir; vera má, að þær sé fallnar
saman og sjáist þvf ekki, með því þær hafi verið mjóar, eða þá
að undirgangr hefir verið upp í svefnhúsið úr öðruhvoru aðalhús-
inu; enn víst er um það, að Gísli hefir þurft að búa sem bezt um
sig og gjalda allan varhuga við, þegar svo var, að fjandmaðr hans
Eyjólfr grá bjó hér ekki langt f burtu, sem bæði var höfðingi, og
sat um líf hans öll þau ár, sem hann var í sekt.
f>egar eg kom í Geirþjófsfjörð ogfann menn að máli, varþað
það fyrsta, sem eg spurði um, hvar kleifarnar væri; enginn gat
sagt mjer það; nafnið var alveg týnt. Enginn, sem í Geirþjófsfjörð
hefir komið, hefir, þaðegveit, getað gert sér neina rétta hugmynd
um, hvar kleifarnar eru; þetta er því undarlegra, þar sem þær
blasa þó beinlínis við heiman frá bœnum, og eru auðþektar, ogþó
einkannlega þegar komið er upp á þær; enn hyggja verðr hér vel
að öllu, og bera saman handritin eða lestrarmátana f báðum sög-
unum, og gæta þess nákvæmlega, hvað hér á bezt við. þ>ess skal
sfðar getið, hvað dr. Kálund segir um kleifarnar, enn eg skal ekki
fara hér um nú fleiri orðum, enn að eg var búinn að finna kleif-
arnar og bæði fylgsnin þenna sama dag, og það áðr enn fylgdar-
menn mfnir fóru á stað; ljet eg þá sjá þetta, því einkannlega ann-
ar þeirra bar hér á gott skyn; um kleifarnar var nú enginn efi,
því þær eru svo glöggar, enn um fylgsnin varð ransókn að ráða
úrslitum, hvort þau reyndist rétt eða eigi, sjá pl. II. mynd 1. Enn