Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 35
35 tótt, lág og óglögg, snýr eins; hún er 45 fet á lengd og 22 fet á breidd; dyr hafa verið á efra hliðvegg miðjum, enn eru óglöggar. f>ar fyrir ofan mun hafa verið tótt, enn líkist nú meir aflangri upp- hækkun, því engin laut er í miðjunajhún er, að því séð verðr, 49 fet á lengd, og 25 fet á breidd, snýr sem hinar. Fyrir neðan þetta, nær sjónum, er tótt, sem snýr eins; hún er 40 fet á lengd og 23 fet á breidd; dyr á miðjum neðri hliðvegg; við efri vegginn, nær ytri enda, er lítil útbygging; gaflöðin á þessari tótt eru há, og sýnast jafnvel vera yngri ehn sú upprunalega tótt, með því þau eru hlaðin innar. Fyrir utan þessar síðast nefndu tóttir er önnur tótt, og snýr eins; hún er 50 fet á lengd, 25 fet á breidd; dyr á miðjum neðra hliðvegg, enn lítil útbygging við hinn efri; í innri enda tóttarinnar sýnist vera sem afhús, og dyr út í aðalhúsið; veggir þessarar tóttar eru ákaflega digrir. þ>ar fyrir ofan og utan er tótt, sem snýr eins; hún er 52 fet á lengd og 27 fet á breidd; dyr á neðra liliðvegg, enn lítil og óregluleg útbygging við hinn efra; innri endi tóttarinnar er óglöggr, því hann er eins og fyltr upp. Fyrir ofan og utan þessa tótt getr hafa verið önnur, er mun hafa snúið eins, hún er að öllu óglögg, og líkist upphækkun eða bala. þar fyrir utan er hærri upphækkun; þetta verðr ekki mælt, enn geta skal þess, að að neðanverðu er þessi upphækkun sem þráðbein hleðsla mjög löng, og snýr út og inn; í ytri enda þess- arar stóru upphækkunar sýnist vera hleðsla; þetta get eg ekki talið með tóttum, Fyrir innan og neðan þetta síðastnefnda er tótt, sem snýr eins; hún er 45 fet á lengd og 21 fet á breidd; dyr úr miðjum efra hliðvegg; í ytri endann sýnist vera lítill afkimi síðar hlaðinn. Við enda þessarar tóttar, með litlu millibili, kemr sú stœrsta tótt, sem er á þhngeyri, og snýr eins og hinar; veggir ákaflega digrir; lengd þessarar tóttar er 72 fet, breidd 28 fet; dyr út úr efra hliðvegg, nær innri enda. Fyrir ofan þessa tótt er önn- ur tótt, og snýr eins, eða jafnhliða hinni; hún er 44 fet á lengd og 20 fet á breidd; dyr sýnast hafa verið á efra hliðvegg, nær ytri enda; hún er lægri að veggjum enn flestar hinar. Beint út undan þessari tótt, með nokkuru millibili, er tótt\ hún er 4g fet á lengd, enn 26 fet á breidd; snýr eins og hinar; við neðri hliðvegg, við ytri enda, er lítil útbygging; dyr óglöggar, enn munu hafa verið á efra hliðvegg, enn hvar, verðr eigi með vissu séð; þessi tótt er í enda rœktaða túnsins. Við innri enda þessarar tóttar hefir síðar verið bygðr kofi, sem nú er orðinn að tótt; hann hefir snúið þvers um, og hefir gaflað gömlu tóttarinnar verið haft fyrir annan hlið- vegginn. Fyrir ofan og utan þessa tótt er enn tótt, og snýr eins og þær fyrtöldu; hún er 51 fet á lengd, og 23 fet á breidd; dyr á neðri hliðvegg nær ytri enda; tóttin er lág að veggjurri. Nokkra faðma fyrir neðan þessa tótt kemr enn tótt, sem snýr eins, enn

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.