Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 12
12
Yirki; það er nær ferhyrnt að lögun, veggir blásnir ofan f grjót
og mjög svo lágir, enn i miðju tóttarinnar er breiðr grassvörðr;
þvermál þessa mannvirkis er 44 fet á annan veg, enn 42 fet á hinn
veginn. Alstaðar er mælt út fyrir miðja veggi, eða gert fyrir því,
sem þeir kunna að hafa fallið út; þannig mæli eg vanalega. Oll
þessi mannvirki á Valseyri eru í austasta klofanum á aðalskriðunni,
austanvert á eyrinni; tala allra tóttanna, er eg fann þar á þessu
svæði, er fimtán, þegar önnur mesta tóttin niðr við sjóinn, sem
gaflaðið var i miðjunni á, er talin sem tvær tóttir, og svo þessi
eina, sem var óglögg, er talin með. Allar tóttirnar á Valseyri eru
mjög svo lágar eða niðr soknar, og einar af þeim fornlegustu
tóttum, sem eg hefi nokkurstaðar séð, að frátekinni þessari kringl-
óttu tótt; fornlega lögun hafa þær og, langar í samanburði við
breiddina og dyr á öðrum hliðvegg, að því er séð varð; það ein-
kenni höfðu þær allar sem svo voru heilar, að það varð séð, að
þær sneru út og inn á eyrinni, þ. e. önnur hliðin að sjónum enn
hin að hlíðinni, sem fyr segir.
Vestan til á miðri eyrinni beint niðr undan dalverpinu, er gilið
rennr úr, er djúpr farvegr, grasi vaxinn, er niðr að sjónum dregr,
sem er auðsjáanlega hinn gamli farvegr, er gilið hefir áðr runnið,
enn nú fellr það í alt öðrum farveg í grjótskriðunni, austan til á eyr-
inni. Valseyri er stórt svæði á báða vegu, sem fyr segir, hún er
ekki flöt, heldr hallar henni mjög niðr til sjóar og út af henni til
beggja hliða; er hún því sem hvelfð eða hválmynduð, og á þann
hátt verðr það skiljanlegt sem mns. segir bl. 11 : „ganga nú út í
Eyrarhvolsodda ok rísta þar upp úr jörðu jarðarmen“ o. s. frv., og
bls. 9 „Hvalseyrarþings“. Ms, hefr bls. 93: „ganga síðan út ór
búðinne á eyraroddann“, og „Valseyrarþings11, bls. 92. þ>að mun
hafa verið utanhalt fram á eyrinni er þeir skáru upp jarðarmenið,
þar hefir helzt verið afsíðis, og vottar ekki þar fyrir mannvirkjum,
að því er séð verði; eins og eyrin lítr nú út, gengr hún ekki fram
í neinn verulegan odda, enn líklegt er, að hún hafi verið meira
oddmynduð áðr, og að sjórinn hafi smá sorfið framan af, þar sem
tóttirnar, sem fremst hafa staðið, eru að brotna af, sem áðr er sýnt.
Á neðanverðri eyrinni með fram sjónum eru víða þeir uppruna-
legu grasfletir, enn þó eru skriðurnar sumstaðar fallnar til sjóar;
vestan til á eyrinni eru hér og hvar smá vfðir eða lyng runnar. Of-
an til vestast á eyrinni nær hlíðinni sést fyrir löngum garði; þar
fyrir neðan sést fyrir gömlum tóttum; f þeim er nú stekkrinn frá
innri Lambadal; hér hefr þvf verið eitthvert býli eða kot einhvern
tíma.
þegar tóttirnar á Valseyri eru bornar saman við þær tóttir,
sem eg hefi rannsakað á öðrum þingstöðum, verðr það ljóst, að
þær eru þem sem líkastar að allri lögun og ásigkomulagi, nema