Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 25
25
enn eg hreifði við því. |>etta grjót var auðsjáanlega aðflutt, enn
ekki tekið þar úr melnum, enda er þar lítið annað enn möl og
sandr. J>egar eg reif steinalagið, kom alt hið sama fram, þar var
þykkr klaki undir; varð eg því annaðhvort að gera, að hætta við
alt saman, eða að brjóta hann í sundr, og með því eg sá, að hér
var allt gersamlega fúið, gerði eg það; einungis sáust dökkvir flekk-
ir í moldinni, eins og eg hefi áðr fundið í öðrum haugum af fúnum
likum, og jafnvel sá eg vott af ryðmold, enn klakinn spilti hér
öllu, svo ekki var mögulegt að leita svo nákvæmlega sem þurfti.
J>að var að vonum, að hér væri alt eyðilagt, þvi þess konar jarð-
vegr er sá versti í því tilliti, þar sem alt verðr að aurbleytu mik-
inn tíma af árinu; tíminn er og langr siðan þessir viðburðir urðu i
Haukadal, um 920 ár. þ>egar lokið var þessu verki, var gröfin 15
fet á lengd, enn i2Íet á breidd og 7 fet á dýpt. J>að sem því hér
verðr með vissu ákveðið er, að hér hefir verið fornmanns haugr,
og allar sögurnar tiltaka staðinn einum rómi, hvar Vesteinn var
heygðr; er því varla efamál, að þetta sé hans haugr; steinum hefir
verið raðað ofan á líkið, og það snúið i austr og vestr, því þannig
sneri steinaröðin, eins og fyr segir.
Nær 8 föðmum fyrir austan Vesteinshaug var lítil jarðtorfa,
sem flöt þúfa, mjög blásin; eg gróf þar niðr 4 fet á dýpt, 6 fet á
lengd, og 3 fet á breidd, enn hitti þar eins á klaka; sá eg ekki til
neins að vera að brjóta þar alt í gegnum, með því kennimerki
myndi hér öll óglöggari enn i Vesteinshaugi, þar sem hér var nær
alt uppblásið. J>að verðr sennileg tilgáta, að hér muni hafa verið
haugr þ>orbjarnar súrs eða konu hans, þar sem allar sögurnar
segja að þau önduðust í Haukadal, og vóru þar lögð í haug,
og að hér hafi verið grafreitr þeirra Haukdœla, og þess vegna
hafi Vesteinn verið heygðr hér; hér niðr á melnum hefði nú trauð-
lega getað verið nokkur jarðvegr, allra sizt þykkr, nema af mönn-
um ger, þar sem hér var melr í tið sögunnar, og allar sögurnar
nefna hann „sandmel“. þ>ar sem ms. bls. 107 segir, að þeir hafi
sezt niðr á „grundina“ er þeir höfðu lokið haugsgerðinni, þá getr
það verið rétt til orða tekið; nokkru upp frá Vesteinshaug eru
enn lítilfjörlegar leifar af grasfitjum, sem geta hafa verið meiri þá,
eða litil grund. Mns. bls. 24 segir blátt áfram, að þeir settust niðr
„fyrir utan hauginn ok talast við“; hvorttveggja er rétt. Eg skal
og geta þess, að þegar þ>orgrímr leit til haugsins, er þeir Gísli
vóru að leikunum út á ísnum, þá blasti við haugrinn langt til að
sjá, Mns. bl. 26, og Ms. bl. 110. f>egar þessu verki var lokið, var
kominn dagr að kveldi.
Fimtudaginn 20. júli ransakaði eg með grefti tóttirnar á Sæ-
bóli, sem fyr segir; áðr tók eg mynd af þeim, sem getið er, og
byrjaði á uppdrættinum af Sæbóli og Hóli, o. s. fr.