Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 4
4 frá þeim á allar hliðar; á þessum eina stað gæti hafa staðið lítil tótt eða hús, sem virðist hafa verið kringlótt, og í mesta lagi 25 fet í þvermál út á yztu brúnina; af þessum grasfleti eða tótt er þó nokkuð brotið eða blásið í austrendann, sem áðr er sagt. þriðjudaginn, ll.júlí, byrjaði eg að rannsaka austrendann á Goðhól, þar sem þessi slétti flötr var; gat eg þá fengið þrjá menn í vinnu; lét eg þá grafa langa gröf þversum í hólinn rétt niðr með skörinni á jarðtorfunni eða langsetis fletinum, sem eg nefni tótt, til að kanna jarðlögin í hólnum. þ>essi gröf var 12 fet á lengd, og rúm fjögur fet á breidd, og sex fet á dýpt; var þá komið langt ofan í sandlagið, eða ofan fyrir það, sem nokkur líkindi væri að vera kynni mannaverk; grasrótarlagið var eitt fet á þykt; svo var mold- arlag tvö fet; þá kom sandlag, að ofan ljósleitt, sem var þrjú fet; í því var dökkleit og móleit rák í miðjunni, Sá eg að ekki var til neins að grafa dýpra; lét eg þá grafa gang þvert úr þessari gröf miðri eða þvert í gegnum miðja tóttina, og alveg ofan í sandlag, sem var 5 fet á dýpt að meðaltali, og á breidd 6 fet, enn á lengd ellefu fet; þannig myndaði þettað hálfkross. Efst í grasrótarlaginu var steinalag, eða sem þakið steinum undir grasrótinni,' þó mjög óreglulegt alt; sumir steinar voru stórir mjög og miklu meira enn mannstak nú, og liggja 4 af þeim til sýnis þar upp á hólnum. Hvergi 1 þessari tótt fann eg neinn verulegan vott fyrir nokkurri hleðslu, svo sem í vegg útaf fyrir sig, heldr var grjótið dreift út um alla tóttina, og lá bæði ofarlega og neðarlega í moldarlaginu, og ofan á því, sem síðar reyndist að vera gólf tóttarinnar. Eg gróf ekki tóttina út alveg kringlótta að innan, því eg sá að þess þurfti ekki, þar eg fann grjótið niðri í öllu þessu kringlótta svæði með stálstaf mínum, enn ekkert eða lítið fyrir utan það; reyndar sáust nokkrir steinar að utan uppi í grasrótinni, eins og væri í syðra vegg tóttar- innar, en þetta var eins innan í tóttinni, sem áðr er sagt; þar lágu víða nokkrir steinar saman. Kennimerki á mannvirki þessu voru því mjög óljós. í miðri tóttinni fann eg öskublett rauðleitan, svo sem 4 fet á hvern veg í ferhyrning, og þar með svarta viðarkola ösku, og þar nálægt 3 hrosstemir, mjög fúnar, og steinsnúð úr rauðleitum steini; þettað var nokkuð á þriðja fet niðr; ofan á þessu var einn af þeim stóru steinum, er eg áðr gat um; þetta lá eins og gólfskán, líkt og gerist í fúnum moldar gólfum; af mold var þar nokkuð þykt lag, enn ekki var þettað lag svo sem tað undan skepnum eða neitt ein- kennilegt, að því er eg gat séð. Ekki langt frá öskunni fann eg 2 bein lítil, mjög fúin enn óbrunnin; annað var af litlum legg, enn hitt sem köggull framan af einhverjum lið. í grasrótarlaginu fyrir ofan gólfið fann eg og mikið af þessum flötu leirstykkjum, sem sýn- ast vera járnkend; þau voru af ýmsri stœrð og fundust á ýmsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.