Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 39
39 mörg hús ok stór, ok marga aðra bœjarbót, þá er mikil merki má á sjá“. Sama segir í Biskupas. bl. 645. Vera má að skálinn hafi staðið þar sem bœrinn nú stendr; enn með því hann hafi staðið hér, sem ekki er ólíklegt, því það er nær upp undan gömlu kirkjunni, þá getr alt efni úr tóttinni hafa verið borið burtu og notað í bœ- inn; skáli Hrafns gæti reyndar hafa verið úr timbri, enn fá eru þess dœmi hér á landi, svo að sannað verði, enn sjálfsagt er það, að á Vestfjörðum var hœgra að afla sér rekaviðar enn annarstaðar. Sturlungas. segir og, VI. þ. 17 k. bl. 303 : „Hrafn hafði gert virki mikit ok gótt ór grjóti um bœ sinn“. Eins stendr í Bisks. bl. 667. Sama er að segja með þetta, að ekkert sést nú fyrir virkinu; það er auðvitað, að alt slikt grjót hefir verið borið burtu síðar, þegar ekki þurfti lengr á virki að halda, enn þau urðu vanalega að litlu gagni. 5>að var ekki hentugt að hafa þær háu grjóthleðslur fyrir framan bœinn; grjótið hefir verið notað til húsa, eða þá til girðinga, sem þar eru fyrir vestan bœinn; því er ekki von að leifar sjáist af þessu virki. Ymsar eru hér munnmælasögur, sem eg hirði eigi að nefna, því þær sanna ekkert verulegt. Á Hrafnseyri er rétt fallegt, og útsýni mikið yfir Arnarfjörð; þegar eg hafði litazt þar um sem eg þurfti, fór eg á stað um kveldið inn með Arnarfirði, og inn að Hjallkárseyri, og kom þar um nóttina, með því vegrinn var hinn versti; þar átti eg kunnugt fyr- ir, og ætlaði því að fá mér þar mann og hesta; milli Hrafnseyrar og Hjallkárseyrar hafa áðr staðið tveir bœir eða kot: Gljúfrá og Karlstaðir, sjá Johnsens Jarðatal igi. Hjallkárseyri er eflaust kend við Hjallkár, leysingja Ánar rauðfelds, Landn. bl. 141. Föstudaginn 28. júlí var eg kyrr á Hjallkárseyri, þvf enginn karla var þar heima til fylgdar. Laugardaginn 29. júlí var stór rigning og dimmviðri, og þvf engin tiltök að leggja á svo torsótta heiði, sem eg átti fyrir höndum. Sunnudaginn 30. júlí batnaði veðrið um miðjan dag; lagði eg þá af stað enn inn með Arnarfirði og fyrir fjarðarbotninn alt að bœnum Dynjanda. J>egar kemr inn í botninn á Arnarfirði, er miklu fallegra enn eg hafði hugsað; þar er mikið land upp frá fjarðar- botninum, sléttlendi grösugt og vaxið smá skógi; þar standa nú tveir bœir, Rauðstaðir að norðanverðu við fjarðarbotninn, enn Borg að sunnanverðu ; þessi bœr er nefndr í Sturl. VI. þ. 15. k. bl. 299, við fyrstu heimsókn J>orvaldar að Hrafni, og í Biskupas. bl. 663; kona sú, er þar bjó, lét son sinn bera njósn Hrafni. Á þessum bœjum og á þeim, er eg nefndi fyr að vóru út með firðinum að norðan, hefir J>orvaldr bundið fólkið, þegar hann gerði síðustu heimsóknina að Eyri. Sturl. VI. þ. 19 k. bl. 307, og Biskupas. 671—672. J>að insta af firðinum eða botninum er nú kallaðr Borgarfjörðr, enn það hét hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.