Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 32
3 2
„ó“ er bœtt framan við af ógáti, því lönd vóru þó ekki öll ónum-
in beggja meginn fjarðarins, eins og sögurnar sýna. J>að mun allra
réttast, sem ms. segir, að „víðast“ hafi þá verið bygt á Vestfjörð-
um; þó að J>orbjörn súr og synir hans kæmi ekki fyrri út enn
um 954, þá er þó Hklegt, að einhverstaðar hafi þá enn getað ver-
ið óbygt þar vestra, þó að landið væri þá yfir höfuð albygt. Enn
þetta mætti skilja þannig, að þorkell Eiríksson í Keldudal hafi átt
hálfan Haukadal eða að utanverðu við ána, og þetta land hafi
þ>orbjörn súr keypt fyrst, þegar hann kom, af J>orkeli; þar stendr
og Sæból og Hóll, sem fyr segir. Enn að Vesteinn hafi þar á
móti átt hálfan Haukadal eða að innanverðu við ána, og hann
hafi gefið þeim J>orbírni hálfan dalinn, þegar Gísli fékk Auðar
dóttur hans, og þetta verið sem heimanfylgja Auðar. Með þessu
móti verða báðar sögurnar réttar, þ. e. að Gisla saga nefnir ein-
ungis það fyrra, enn Landn. s. einungis það síðara. f>að er ekk-
ert á móti þvf, að Vesteinn hafi búið fyrst í Haukadal, enn hvar
er ekki nefnt1. Vesteinn hefir verið búinn að vera lengi þar
vestra áðr enn þeir þ>orbjörn kómu til íslands, þar sem hann átti
Gunnhildi dóttur Bjartmars. og börn þeirra vóru orðin fulltíða,
Vesteinn og Auðr, ms. bl. gi og mns. bl. 8—g.
í sambandi við þetta verð eg að minnast á fleiri landnám í
Dýrafirði. Landn. s. bl. 142 segir: „Eiríkr hét maðr, er nam Keldu-
dal fyrir sunnan Dýrafjörð ok Sléttunes til Stapa ok til Háls ens
ytra í Dýrafirði; hann var faðir J>orkels“, o s frv.; þ. e. þ>orkell,
sem Gísla s. talar um að seldi þeim þorbirni land. Eiríkr nam þá
land að utanverðu í Dýrafirði, inn til landnáms Vesteins, þ. e. að
Hálsar ytri skildu landnám þeirra. Um Dýra, sem fjörðrinn er
kendr við, segir Landn. s. 143: „Dýri hét maðr ágætr; hann fór
af Sunnmæri til íslands at ráði Rögnvalds jarls enn fyrir ofríki
Haralds konungs hárfagra. Dýri nam Dýrafjörð ok bjó at Háls-
um; hans son var Hrafn á Ketilseyri“. þ>að er auðséð, að þetta
eru þeir innri Hálsar, sem hér rœðir um, þar sem öll landnám eru
nefnd út með firðinum, og það til Sléttuness. Nú eru á tveim
stöðum þeim meginn fjarðarins enn í dag kallaðir Hálsar eð'a Hdls.
Brekkuhdls heitir nú út og upp frá Hvammi, sem er næsti bœr
fyrir innan f>ingeyri; Ketilseyri er næsti bœr þar fyrir innan. Háls-
inn dregr nafn af bœ sem heitir Brekka, og stendr fyrir ofan
Hálsinn. Nú er það auðsætt, að bœr Dýra má til að hafa verið
einhverstaðar nær þessum Hálsi, því um engan annan Háls er hér
að rœða; bœrinn getr ekki hafa staðið þar sem enginn Háls var
1) Nokkru neðar í dalnum enn Nefstaðir sést móta fyrir gömlum tótta-
rústum, sem sagt er að hafi heitið Sólheimar, enn sagan nefnir það ekki.