Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 5
5 stöðum, hingað og þangað, og sum plokkaði eg út úr grasrótarlag- inu, áðr en eg byrjaði að grafa í tóttina. þ>au sýnast vera úr mjög líku efni og þau, sem Sveinbjörn bóndi í Skáleyjum fann. Líka fann eg inni í tóttinni járnstein eða rauðastein og annan mola lítinn; hann er ei ólíkr gjalli, fljótt á að líta, enn virðist þó ekki hafa verið brendr, þegar nákvæmlega er að gáð. "það sem eg fann í Goðhól tók eg með mér, og er það geymt á forngripasafninu. Miðvikudaginn, 12. júlí, gerði eg myndir af Goðhól mér til minnis, bæði frá hlið að sjá, og eins til að sýna hvernig hann lítr út að ofan, og svo tóttina, og sýna þær hvernig greftinum var varið. f»að er að vísu satt, að þau kennimerki, sem fundust í Goðhól, voru nokkuð óglögg, einkannlega hvað sjálfa bygginguna áhrœrir, en það hygg eg þó megi fullyrða, að hér hafi staðið kringlótt tótt eða hús, og er það samkvæmt þeim hríngmynduðu tóttum, sem eg hefi áðr fundið og nefndar eru hoftóttir, enn þær eru allar órannsakaðar. f>að verðr að vísu ekki sagt með vissu, hvað mikið kann að vera brotið af þessari tótt, enn eftir þeim kennimerkjum, sem mér virtust þar vera, held eg ekki, að það sé meira enn röndin af tóttinni. Enn nú er eftir að gera sér hugmynd um, hvernig þetta mikla grjót og mold er komið ofan á hið upprunalega gólf tóttarinnar, sem með vissu er fundið, sem áðr er sagt. Að ráða af öllum þeim kennimerkjum, sem þar voru, sýnist mér líklegast, að tóttin hafi verið rifin niðr síðar, og grjótinu rutt ofan í hana; enn hvernig stendr á þessum stóru steinum, sem eg hefi áðr getið um, það skal eg að sinni láta ósagt. Tóttin mun hafa verið nokkuð niðr grafin, þar sem þau kenni- merki, sem fundust, voru svo neðarlega sem fyr segir; líkast þykir mér, að þeir veggir, sem upp úr hafa staðið, hafa verið feldir inn og siðan sléttað yfir að mestu, og þannig hafi myndazt hinn hring- myndaði slétti flötr þar sem hóllinn er hæstr. Minni líkindi sýnd- ust mér til, að tóttin hafi verið brend; til þess var of lítið af ösku innan í henni, sem rannsóknin sýnir. þ>að má telja nokkrar líkur til, að á Goðhól hafi staðið eitthvert blóthús í fornöld, því fyrir utan nafnið sýnast hrosstennrnar og askan á miðju gólfi benda á það, enn að öðru leiti eru kennimerki mjög óljós, og komast því ekki í samjöfnuð við þær fyrri hoftóttir sem hér hafa verið rannsakaðar, og sem eru samkvæmar þeirri lýsingu, sem um þær stendr í vorum góðu sögum. Fimtudaginn, 13. júlí, fór eg frá Flateyri undir miðjan dag; var eg fluttr yfir undir Hjarðardal; ætlaði eg að fá mér þar hesta til Dýrafjarðar, enn það var ómögulegt vegna veikinda; beið eg þar lengi, enn fór síðan gangandi inn að Holti. f>ar þurfti eg að standa við, því eg fékk þar marga merka hluti og gamla til forngripa- safnsins, þar á meðal stóra mynd, skorna úr tré, af Maríu sem heldr á barninu, og af Onnu spákonu; þær sitja báðar á einum stóli og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.