Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 21
séð fyrir neinum gömlum tóttum, enn þegar síðast var bygt þar,
fundust gamlar hleðslur djúpt niðri og aska. Frá Sæbóli og upp
að Hóli er slétt mýri, sem hallar lítt niðreftir. Niðreftir hólnum,
í stefnu á Sæból, sjást ljós merki fyrir digrum garði, sem liggr
beint niðr hólinn og út í mýrina, og sjást nokkrar menjar þessa
nokkuð lengra frá í mýrinni. og í miðju mýrarinnar ljós merki.
Mun það víst, að brú hefir legið frá Hóli og ofan að Sæbóli, og
eru þetta ettirleifar af brúnni. Fólk í Haukadal sagði mér einnig,
að vottr fyrir brúnni hafi fundizt víða i mýrinni, þegar grafnar
vóru þar mógrafir. Milli þessara bœja hefir heldr ekki orðið kom-
izt á annan hátt enn hafa þar brú, allra sízt með hest, og ekk i
heldr gangandi, nema að vaða eftir mýrinni, einkannlega þegar vot-
viðri gengu; annar vegr verðr ekki farinn frá Sæbóli upp að Hóli.
Nú liggr vegrinn innan með Seftjörninni, og þennan veg hefir Ve-
steinn riðið, þegar hann kom um kveldið, og reið um tún á Sæ-
bóli, er þau Geirmundr og Rannveig vóru að bæsa nautunum, enn
þeir þ>orgrímr sátu við eld, og urðu þvf ekki varir við ferð Ve-
steins fyrri enn þau Geirmundr komu inn; hann hefir riðið upp
neðra hliðið á túngarðinum á Sæbóli, sem glögt sést enn, og svo
eftir endilöngu túninu á Sæbóli, og fyrir austan bœinn. "þegar Ve-
steinn kom upp á móts við hofgarðinn, hafa þau Geirmundr séð
til hans; síðan hefir hann riðið upp á brúna yfir mýrina og heim
að Hóli. þ>etta kemr svo mæta vel heim; eg hefi táknað þessa
leið með punktum (sjá pl. I, mynd i.); mns. 20: „Enn at þeirra
þorgríms, þá láta þau inn naut, Geirmundr ok kona sú er Rann-
veig hét; bæser hún nautin, enn hann rekr inn at henne. þ>á ríðr
Vesteinn þar um völl ok hittir Geirmundr hann“ . . . „Rannveig
hafðe gengit út úr fiósinu, hyggr at manninum ok þykist kenna“.
Alt er það sama í ms. bl. 104, þó litt öðruvísi orðað: „ríðr Ve-
steinn þar um tún, ok hittir Geirmundr hann“ .. . „Rannveig gekk
í þessu út ór fiósinu ok hyggr at manninom, ok þykkiz kenna,
því at hón hafði jafnan sét Vestein“. Hút. 141 —142, er líkust mns.
Eg skal geta þess, að frá Sæbóli og upp að Hóli er um 120
faðmar eða vel það. Frá Hóli. í stefnu á bœinn Haukad.d, sem
stendr að vestanverðu í dalverpinu, er annar hóll, sem kallaðr er
Miðhóll; á honum standa og fjárhús ; þar er sagt að Gfsli Súrsson
hafi haft smiðju sína, má það og vera, því að þar hefir fundizt
„sindr“; mýrin millum þessara hóla er kölluð Hólasund. í túninu
á Sæbóli standa nú 2 þurrabúðarkot, annað neðan til, enn hitt of-
an til í túninu; þar eiga að hafa verið tóttir, sem gæti hafa ver-
ið einhver peningshús, eða þar kynni að hafa staðið gamalt kot?
Lœkrinn, er sagan talar um, að Gísli hafi vaðið eftir, er svo
greinilegr, og honum svo rétt lýst f 'sögunni, að hér er ekki um
að villast. Lœkrinn byrjar í mýrinni fyrir vestan Hól; er hann